Sveinsprófin í fullum gangi

Þá er sveinsprófin komin í gang en þau standa yfir dagana 3.-14. júní. Í þetta sinn þreyta 80 verðandi rafvirkjar og 3 verðandi rafveituvirkjar prófin í Reykjavík og á Akureyri eru 15 verðandi rafvirkjar í sveinsprófum.
Lesa meira

Afhending sveinsbréfa á Akureyri

Afhending sveinsbréfa í rafvirkjun og rafeindavirkjun fór fram föstudaginn 24. maí sl. í Hofi á Akureyri kl. 17:15-18:30.
Lesa meira

RAFMENNT tekur þátt í samstarfi um að efla og kynna háskólanám eftir iðnnám og aðra starfsmenntun

Í dag, mánudaginn 27. maí, undirritaði framkvæmdastjóri RAFMENNTAR, Þór Pálsson, viljayfirlýsingu um samstarf um að efla og kynna háskólanám með atvinnutengd lokamarkmið, eftir iðnnám og aðra starfsmenntun. Fulltrúar Háskólans í Reykjavík, Samtaka iðnaðarins, Tækniskólans, Iðunnar fræðsluseturs og RAFMENNTAR undirrituðu samkomulagið að viðstaddri Lilju Dögg Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lesa meira

Afhending sveinsbréfa

Afhending sveinsbréfa í rafvirkjun og rafeindavirkjun fór fram laugardaginn 18. maí sl. á Hótel Natura kl 16:00-17:30.
Lesa meira

Verkefnastjóri sterkstraums

RAFMENNT, fræðslusetur rafiðnaðarins, óskar eftir að ráða verkefnastjóra í sterkstraumi.
Lesa meira

Dagskrá sveinsprófa í rafveituvirkjun

Dagskrá sveinsprófa í rafveituvirkjun, sem haldin verða í Reykjavík dagana 3.-4. júní nk., er komin á vefinn.
Lesa meira

Dagskrá sveinsprófa í rafvirkjun

Dagskrá sveinsprófa í rafvirkjun, sem haldin verða í Reykjavík og á Akureyri í júní 2019, er komin á vefinn.
Lesa meira

DAGSKRÁ afhendingar sveinsbréfa

Afhending sveinsbréfa verður laugardaginn 18. maí nk. á Icelandair Hótel Reykjavík Natura kl 16. Meðfylgjandi er dagskrá.
Lesa meira

Nýsköpun: Kynning á NCI Agency

Íslenskum hátæknifyrirtækjum er boðið til morgunverðarfundar í utanríkisráðuneytinu fimmtudaginn 9. maí nk. kl. 8.30 þar sem kynntir verða möguleikar á að selja vörur og þjónustu og bjóða í verkefni á vegum Atlantshafsbandalagsins og aðildarþjóðanna. Sama dag kl 12:30 verður haldinn kynningafundur um atvinnumöguleika fyrir íslenska ríkisborgara hjá NCI Agency í Víkingasal (4&5) Hótel Reykjavík Natura.
Lesa meira

Hugað að starfslokum

Það er í mörg horn að líta þegar hugað er að starfslokum eftir áratuga veru á vinnumarkaði. Kynntu þér málin og skráðu þig á þetta námskeið.
Lesa meira