Afhending sveinsbréfa í rafvirkjun og rafeindavirkjun fór fram föstudaginn 24. maí sl. í Hofi á Akureyri kl. 17:15-18:30. Dagskráin var að vanda glæsileg og ávörpuðu þeir Aðalsteinn Arnarsson, fyrir hönd rafverktaka á Norðurlandi, og Finnur Víkingsson fyrir hönd FRN, hópinn. Jón Ólafur Halldórsson, formaður sveinsprófsnefndar, sá um afhendingu sveinsbréfanna en í þetta skiptið voru 11 sem fengu sveinsbréf í rafvirkjun og einn í rafeindavirkjun. 

Að dagskrá lokinni var nýsveinum og gestum þeirra boðið upp á léttar veitingar.