Nám í rafiðnaði er skipt í vinnustaðanám og nám í skóla. Tilgangur vinnustaðanáms er að efla þekkingu, færni og skilning nema á verkþáttum námsins. Að loknu vinnustaðanámi og skóla á neminn að hafa öðlast þá færni sem þarf til að standast sveinspróf.

Að loknum tveimur önnum í grunnnámi má hefja vinnustaðanám. Námssamninga eða Rafræna ferilbók skal gera í upphafi vinnustaðanáms og ekki seinna en mánuði eftir að vinna hefst hjá meistara í faginu.

Nemendur verða að vera orðnir 16 ára til að mega fara á námssamning og hafa lokið 2 önnum í grunndeild rafiðnaðar.
Námssamningar eru ýmist 30 vikna starfsþjálfunarsamningur eða 48 vikna samningsbundið iðnnám.

Rafræn ferilbók er byggð á hæfni frekar en tímalengd í vinnustaðanámi.


Námssamningur eða ferilbók

Nemar sem hófu nám eftir ágúst 2021 falla undir nýja reglugerð um vinnustaðanám þar sem ferilbók tekur gildi í stað námssamninga.

Rafræn ferilbók er að taka við af námssamningum, þar með er mælt með að nemar nýti sér Rafræna ferilbók í vinnustaðanámi.

Nemar í rafvélavirkjun og rafveituvirkjun halda áfram að gera námssamninga í sínu vinnustaðanámi. 


Stofna rafræna ferilbók

Rafræn ferilbók er rafræn skráning um framvindu náms og námsferil nemanda á vinnustað þar sem hæfni nemanda er staðfest af umsjónarmönnum skóla og tilsjónarmanni vinnustaðar Í rafrænni ferilbók eru hæfniþættir skilgreindir sem verkflokkar og verkþættir.

Framhaldsskólar sjá um gerð og staðfestingu á ferilbókum og hafa eftirlit með þeim. 

 

Upplýsingar fyrir nema

Nemi hefur samband við þann skóla sem hann er skráður í eða útskrifaðist frá til að stofna rafræna ferilbók. Þar er stofnaður samningum um vinnustaðarnám á milli skólans, nemandans og fyrirtækisins. Fyrirtækið verður að vera skráð í Birtingarskrá svo mögulegt sé að tengja nemandann og fyrirtækið saman í gegnum rafræna ferilbók.

Hér má nálgast kynningarmyndbönd og aðrar upplýsingar um rafræna ferilbók.

Leiðbeiningar um rafræna ferilbók

Upplýsingar um ferilbók hjá Nemastofu

 

Upplýsingar fyrir Meistara

Fyrsta sem meistari þarf að gera til að hefja vinnu í rafrænni ferilbók er að skrá sig í Birtingarskrá.

Þar þarf að skrá sig inn með íslykli fyrirtækisins og setja inn upplýsingar um meistara, meistarabréf og fyrirtæki.

Birtingarskrá umsóknargátt 

Birtingarskrá leiðbeiningar

Ef meistari eða fyrirtæki lendir í vandræðum með að skrá sig í birtingarskrá er hægt að hafa samband við nemastofu (nemastofa(hja)nemastofa.is) til að fá aðstoð.

Hér má nálgast kynningarmyndbönd fyrir meistara og aðrar upplýsingar um rafræna ferilbók

Leiðbeiningar um rafræna ferilbók

Styrkir til rafverktaka sem taka nemendur á samning er í gegnum Vinnustaðanámssjóð

Sótt er um einu sinni á ári í lok árs

Nánar hér


Umsókn um gerð námssamnings

Fylgiskjöl með umsóknum um námssamninga:

  • Námsferilsyfirlit
  • Greiðsluyfirlit frá lífeyrissjóði

Mikilvægt er að umsókn sé útfyllt og að fylgiskjöl séu til staðar til að umsókn sé tekin gild.

Eyðublöð

Mögulegt er að senda inn umsóknina inn rafrænt og láta tölvupóstinn teljast sem undirskrift nemenda.

Menntamálaráðuneytið setur reglugerðir um námssamninga og starfsþjálfun. Í reglugerðum þessum er fjallað um skyldur samningsaðila og þau skilyrði sem uppfylla þarf til að taka að sér kennslu nema á vinnustað og framkvæmd sveinsprófa.

Menntamálaráðuneytið, Rafmennt og sveinsprófsnefndir í rafiðnaði hafa gert með sér samning vegna umsýslu námssamninga í rafiðngreinum og sveinsprófa. Í samningi þessum er Rafmennt falin umsýsla sveinsprófa og eftirlit með gerð og framkvæmd námssamninga í rafiðngreinum. Þangað skulu öll erindi er varða nýja námssamninga berast, óskir um breytingar á námssamningum og umsóknir um sveinspróf.


Aðstoð við leit að vinnustaðarnámi

Nemar

Ef nemendur þurfa aðstoð við að finna fyrirtæki eða einstaklinga sem hafa rétt til að taka að  sér nema í vinnustaðarnám er mögulegt að fylla út umsóknareyðublað.

Gott er að athuga hvort starfsauglýsingar frá fyrirtækjum séu á vef alfred.is, þar má oft sjá auglýstar iðnnemastöður frá fyrirtækjum. 

Gott er að senda ferilskrá með umsókn um aðstoð við leit að vinnustaðarnámi

Hér má nálgast umsókn um aðstoð við leit að vinnustaðarnámi

  • Umsjón með aðstoð við leit að vinnustaðarnámi hefur Alma Sif Kristjánsdóttir, náms- og starfsráðgjafi, almasif(hjá)rafmennt.is

Fyrir meistara og fyrirtæki

Meistarar og fyrirtæki sem eru að leita að nemum í vinnustaðarnám geta haft samband við Ölmu Sif náms- og starsfráðgjafa.