Nám að hefjast

09. des
Endurmenntun

Hugað að starfslokum

Það er í mörg horn að líta þegar hugað er að starfslokum eftir áratuga veru á vinnumarkaði. Á námskeiðinu verður m.a. rætt um hvað tekur við þegar fólk hættir störfum á vinnumarkaði, áunnin réttindi og töku lífeyris sem og samspil almannatryggingakerfisins og lífeyrissjóðskerfisins.
Hugað að starfslokum
12. des
Endurmenntun

Stafrænar eftirlitsmyndavélar

Viðfangsefni áfangans er uppbygging stafrænna eftirlitsmyndavélakerfa, þjöppunarstaða, upplausn myndavéla, gagnastærðir og myndflögur. Kynnt tenging við stafrænan netlægan upptökubúnað. Val og uppbygging á geymslumiðlum. Myndgreining og myndgreiningarhugbúnaður. Yfirlit og dæmi um notkun.
Stafrænar eftirlitsmyndavélar
13. jan - 14. jan
Endurmenntun

PIC/ARDUINO (STÝR12PIC)

Viðfangsefni áfangans er að fara yfir uppbyggingu og virkni PIC Örgjörvarása, forritun og tengingu þeirra. Þátttakendur fá þjálfun í að leysa misflókin stýriverkefni forrita þau og prófa. Hönnuð verður stýring fyrir RGB LED borða og þátttakendur fá heim með sér arduino uno tölvu að námskeiði loknu.
PIC/ARDUINO (STÝR12PIC)
20. jan - 21. jan
Endurmenntun

Mælitækni (MÆLI16TÆKN)

Viðfangsefni áfangans er mælieiningar, stöðluð gildi, reglugerð og kvörðun. Þar eru kynnt hlutverk og mælisvið eftirfarandi mælitækja ásamt verklegum æfingum: AVO, DMM, DVB-C,T,S, TDR, OTDR, LAN Tester, LAN toner/prope og LAN Analyzer, Analog-Oscilloscope, Digital-Oscilloscope, Spectrum Analyzer og Network Analyzer.
Mælitækni (MÆLI16TÆKN)

Ábendingar um ný námskeið eða fyrirlestra

Við hjá RAFMENNT viljum koma til móts við félagsmenn okkar og bjóða upp á námskeið og fyrirlestra sem fylgja þeim nýjungum sem eru á sviði raf- og tæknigreina.

Ef þú ert með hugmynd af nýju námskeiði eða fyrirlestri endilega hafðu samband.

Ábending