Næstu námskeið

Sjá fleiri námskeið
Á námskeiðinu er fjallað um stöðluð analog merki og forritun þeirra. Farið í reikniaðgerðir og forritun í tvíundarorðum. Þátttakendur gera flæðirit og forrit þar sem fram koma bæði digital og analog merki og prófa í iðntölvum tengdum hermum.
3 Dagar
28.03.2019
Þátttakendur kynnast DALI forritun ítarlega. Farið er m.a. í möguleika raflagnakerfa við stýringu, t.d. lýsinga, loftræstinga, gluggaopnana, vöktunar, skráningar og samskipta heimilistækja, sima-, tölvu- og öryggiskerfa.
2 Dagar
29.03.2019
Kennt verður á helstu aðgerðir og hugtök í minni netkerfum og fókusinn aðalega á þráðlaus netkerfi (WIFI). Þetta er verkleg kennsla og það verður hannað, sett upp og kennt kerfisumsjón með nýjustu tegund GUI viðmóts WiFi kerfa. 
2 Dagar
29.03.2019
Öryggispassi Rafmenntar er staðfesting raf- og tæknifaggreinanna á að viðkomandi starfsmaður hafi fengið þá fræðslu sem þarf til að tryggja öryggi hans sem best á verkstað. Fræðsla er í skyndihjálp, brunavörnum, fallvörnum, vinnu í hæð og rafmagnsöryggi. Öryggispassi sem um leið er fullgilt vinnustaðaskírteini er gefið út fyrir alla þá sem ljúka námskeiði.
3 Dagar
03.04.2019
Námskeiðið fjallar um brunaþéttingar með lögnum milli brunahólfa. Námskeiðið er ætlað fyrir þá sem vilja sækja um starfsleyfi vegna brunaþéttinga samkvæmt rgl. nr. 1067/2011 um þjónustuaðila brunavarna.
1 Dagur
03.04.2019
Námskeiðið samanstendur af þremur hlutum, farið er í lýsingatækni, öryggistjórnurnarkerfi rafverktaka og úttekt eigin verka. Í þriðja hlutanum er farið í verðmyndun útseldrar vinnu, ákvæðisvinnugrundvöllinn og gerð útboða.
3 Dagar
04.04.2019
Á námskeiðinu er farið yfir gerð og virkni ljósleiðara og helstu atriði er varða meðhöndlun, tengingu og lagningu hans. Fjallað er um helstu staðla, mæliaðferðir og útreikning á ljósleiðaralögnum. Þátttakendur tengja og ganga frá ljósleiðara í þar til gerðan búnað.
2 Dagar
05.04.2019
Námskeið sem fjallar um öryggis- og brunafræði, reglur um brunaviðvörunarkerfi, íhluta brunaviðvörunarkerfa ásamt uppsetningu og viðhaldi slíkra kerfa.
3 Dagar
05.04.2019
Farið yfir ákvæði gildandi reglugerða varðandi vinnu við raforkuvirki og túlkun þeirra. Sérstaklega er farið í gildandi verklagsreglur Mannvirkjastofnunar, þar sem orðsending 1/84, VRL 1 og VRL 2 vega þungt, ásamt viðeigandi ákvæðum í ÍST 170. Farið er yfir hvernig staðið er að uppbyggingu og afnámi öryggisráðstafana og vinnu við rekstrareiningu í raforkukerfinu í samræmi við framangreind skjöl. Jafnframt er farið yfir ábyrgðir, framkvæmd og samræmd vinnubrögð við rof og undirbúning vinnu við kerfishluta eða rekstrareiningar í raforkukerfum.
1 Dagur
08.04.2019
Farið verður yfir helstu íhluti rafbíla og virkni þeirra. Á námskeiðinu verður fjallað um helstu íhluti rafbíla og virkni þeirra. Farið verður yfir tegundir rafbíla, hybrid, vetnis og rafhlöðubíla, mótora og mótorstýringar. Sérstök áhersla verður lög á rafhlöður rafbíla og mismunandi hleðsluaðferðir, heimahleðslu og hraðhleðslu. Markmið námskeiðsins er að þáttakandur öðlist betri skilning á grunnvirkni íhluta rafbíla og þekki helstu hugtök tengd þeim.
1 Dagur
10.04.2019
Námskeið um ÍST 151 staðalinn sem fjallar um fjarkiptalagnir heimilannna, þ.m.t. sjónvarp, Internet, síma. Staðallinn skilgreinir hvernig ganga skal frá lögnum, þær mældar og niðurstöður skráðar í mælingarskýrslu. Á þessu námskeiði er staðallinn kynntur og unnin verkefni til skýringar.
2 Dagar
11.04.2019
Fjallað er um helstu hættur af rafmagni, áhrif rafmagns á mannslíkamann, ljósbogahættur, örugg vinnubrögð og persónuhlífar.
1 Dagur
11.04.2019
Sjá fleiri námskeið