Rafmennt styrkir Neyðarkall Landsbjargar 2025 ⛑️

Starfsfólk Rafmenntar tók í gær á móti Árna Árnasyni frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg sem afhenti Neyðarkallinn 2025. Með styrknum styður Rafmennt við mikilvægt og óeigingjarnt starf björgunarsveita um allt land.
Lesa meira

Prófsýning v/ auka sveinsprófs í okt 2025

Prófsýning vegna auka sveinsprófs í rafvirkjun verður haldin föstudaginn 7. nóvember 2025!
Lesa meira

Opið fyrir umsóknir í sveinspróf!

Nú er opið fyrir umsóknir í sveinspróf í rafvirkjun, rafveituvirkjun og rafvélavirkjun. Umsóknarfrestur er frá 1. til 30. nóvember 2025 og munu prófin fara fram í febrúar 2026.
Lesa meira

Nýnemar rafiðngreina í VMA fengu afhenta nýnemagjöf!

Nýnemar í rafiðngreinum við Verkmenntaskólann á Akureyri fengu á dögunum afhentar glænýjar vinnubuxur frá Rafmennt.
Lesa meira

Rafiðnnemar FS fengu afhenta nýnemagjöf!

Fimmtudaginn 23. október mættu fulltrúar Rafmenntar og afhentu rafiðnnemum í Fjölbrautaskóla Suðurnesja á 1. ári vandaðar vinnubuxur.
Lesa meira

Við stöndum saman 💜 takmörkuð þjónusta föstudaginn 24. október

Vegna kvennaverkfalls á morgun föstudaginn 24. október verður starfsemi Rafmenntar takmörkuð þann dag.
Lesa meira

Rafbók.is með nýjum möguleikum

Endurbætt útgáfa Rafbók.is er nú komin í loftið með auknu öryggi, nýjum innskráningarmöguleikum og áframhaldandi þróun framundan.
Lesa meira

Þátttakendur í fjarnámi og fjarkennslu þurfa að vera í mynd á meðan á kennslu stendur

Framvegis þurfa allir sem taka þátt í námskeiðum Rafmenntar sem kennd eru í gegnum Teams að vera í mynd á meðan á kennslu stendur.
Lesa meira

Windows 10 er ekki hætt – en öryggið er veikara

Windows 10 er ekki hætt – en öryggið er veikara Grein eftir Hjört Árnason, formann Félags rafeindatæknifyrirtækja. Frá og með 14. október 2025 hefur Microsoft formlega hætt að styðja Windows 10 stýrikerfið. Þetta þýðir að öryggis- og hugbúnaðaruppfærslum hefur verið hætt, og notendur eru ekki lengur varðir gegn nýjum veikleikum í kerfinu. Þrátt fyrir það eru um 250 milljón Windows 10 tæki enn virk um heim allan – og þau hætta ekki að virka. En það er mikilvægt að átta sig á því hvað breytingin þýðir í raun og veru – og hvernig við sem notendur, þjónustuaðilar og fyrirtæki bregðumst við.
Lesa meira

Haustönn Kvikmyndaskóla Íslands hafin

Í byrjun september hófst nýtt skólaár við Kvikmyndaskóla Íslands – að þessu sinni með nýrri stjórn, nýju húsnæði og endurnýjaðri framtíðarsýn. Skólinn hefur gengið í gegnum miklar breytingar síðustu misseri, en nú blæs ferskur andi um ganga og kennslustofur.
Lesa meira