Hádegisfundur á Teams – Flökkustraumur í landbúnaði með áherslu á áhrif hans á mjólkurkýr
Fimmtudagur 15. janúar kl. 11:30–12:30
Rafmennt, í samvinnu við Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, býður félagsmönnum sínum á fróðlegan hádegisfund um flökkustraum í landbúnaðarbyggingum, með sérstakri áherslu á áhrif hans á mjólkurkýr.
Flökkustraumur – áhrif á velferð og framleiðslu kúa
Flökkustraumur getur víða valdið vandamálum í fjósum. Kýr eru mjög næmar fyrir spennumun og í nágrannalöndunum er lögð mikil áhersla á að lesa í atferli kúa til að greina möguleg vandamál. Einkenni eins og vanlíðan, pirringur og forðun sýna sig oft þar sem flökkustraumur getur verið orsakavaldurinn. Það getur verið í kringum vatnskör, kúabursta eða á heilu svæðunum í fjósum.
Slík rafspenna getur haft neikvæð áhrif á heilsu, velferð og jafnvel mjólkurframleiðslu. Ef grunur vaknar um flökkustraum er mikilvægt að fylgja því strax eftir með rafmælingum frá viðurkenndum rafvirkja.
Fyrirlesari – Niels Vitus Hampholt, Velas
Fyrirlesarinn er Niels Vitus Hampholt, byggingaráðgjafi hjá Velas og sérfræðingur í fjósbyggingum. Hann teiknar skipulag í fjósbyggingar og framkvæmir einnig úttektir á fjósum, þar sem meðal annars er hægt að greina vandamál vegna flökkustraums. Niels leggur mikla áherslu á gott flæði í fjósum, velferð dýranna og hagkvæmt og öruggt vinnuumhverfi. Hann mun deila reynslu sinni af flökkustraumsvandamálum í Danmörku og leggja fram mögulegar lausnir.
Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku.
Niels Vitus og Valdemar Gísli Valdemarsson svarar spurningum að fyrirlestri loknum.
Hér getur þú fylgst með fundinum á Teams!
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050