Saga skólans

 

Rafiðnaðarskólinn ehf

Rafiðnaðarskólinn er í jafnri eign RSÍ (Rafiðnaðarsamband Íslands) og SART (Samtök rafverktaka).

Rafiðnaðarmenn hafa byggt upp og rekið umfangsmikið eftirmenntunarkerfi síðan 1975. Eftirmenntunarnefndir rafiðna og rafeindavirkja stofnuðu Rafiðnaðarskólann 20. september 1985. Lengst af báru nefndirnar ábyrgð á fræðslustarfinu. Árið 1993 var formlega stofnað til skólanefndar Rafiðnaðarskólans sem bar þá ábyrgð á starfseminni. Árið 2004 var rekstri skólans breytt í hlutafélag "Rafiðnaðarskólinn ehf" þar sem hluthafar eru tveir, RSÍ og SART, hvor um sig með 50% hlut.

Rafiðnaðarskólinn var fyrst til húsa í Skipholti (á tveim stöðum). Var svo í Skeifunni 11b frá 23.október 1989 til 15.desember 2009, fyrst í stað aðeins á þriðju hæðinni en svo bættist önnur hæðin við.  Þann 15.desember 2009 flutti Rafiðnaðarskólinn á Stórhöfða 27 á 3.hæðina. Fyrsta hæðin bættist við haustið 2010 sem var innréttuð sérstaklega með þessa starfsemi í huga.