Náms- og starfsráðgjafi Rafmenntar, fræðsluseturs rafiðnaðarins, veitir starfsmönnum í rafiðnaði ráðgjöf við náms- og starfsval og upplýsingar um raunfærnimat. Einnig aðstoðar hann einstaklinga við að átta sig á styrkleikum sínum og áhugasviði svo þeir geti notið sín í því námi og starfi sem þeir hafa valið sér. 

Náms- og starfsráðgjafi Rafmenntar er Alma Sif Kristjánsdóttir og hefur hún aðsetur að Stórhöfða 27 á 2. hæð. Hægt er að bóka viðtal með því að senda tölvupóst á almasif(hjá)rafmennt.is eða hringja í síma 540-0171.

Ráðgjöfin er endurgjaldslaus.

Lög og reglur um náms- og starfsráðgjöf

Áhugaverðir tenglar: