Greiðsluskilmálar

Námsgjald á að greiða áður en nám hefst og telst skráning ekki gild fyrr en búið er að ganga frá greiðslu. Greiðsla verður skuldfærð af korti 8 dögum áður en námskeið hefst nema annað sé tekið fram.

 

Greiðslumöguleikar

Mögulegt er að greiða fyrir námskeið með helstu kredit- og debetkortum og fer greiðslan í gegnum örugga greiðslugátt Valitors. Hægt er að velja um eftirfarandi greiðsluleiðir:

  • Kreditkort VisaMC    

  • Debetkort ElectronMaestro 

Móttaka umsóknar er staðfest með tölvupósti. Ef þér berst ekki staðfesting á þennan hátt skaltu hafa samband við RAFMENNT í síma 540-0160 eða með því að senda tölvupóst á rafmennt@rafmennt.is og athugaðu málið.

 

Endurgreiðsla

Hægt er að fá námskeið endurgreitt í sérstökum tilfellum, t.d.:

  • Ef skráður þátttakandi hættir við að sitja námskeið þarf að tilkynna það skriflega í tölvupósti á netfangið rafmennt@rafmennt.is a.m.k. 48 klst. áður en námskeið hefst. RAFMENNT áskilur sér rétt til að innheimta 3.000 kr. umsýslugjald.
  • Ef lágmarksfjöldi þátttakenda næst ekki og námskeið er fellt niður endurgreiðir RAFMENNT námsgjaldið að fullu. Þetta á einnig við ef námskeið er flutt á nýja dagsetningu og skráður þátttakandi getur ekki nýtt sér námskeiðið.

Vinsamlegast athugaðu að eftir að nám er hafið hefur þátttakandi skuldbundið sig til að greiða allt námsgjaldið og er því ekki hægt að fá það fellt niður eða endurgreitt.

 

Öryggisskilmálar

Farið er með öll gögn og upplýsingar sem þátttakendur gefa upp í tengslum við skráningu á námskeið hjá RAFMENNT sem trúnaðarmál. Gögn og upplýsingar eru ekki afhendar til þriðja aðila.

Fyllsta öryggis er gætt með greiðslur fyrir námskeið og fara greiðslur með greiðslukortum í gegnum örugga greiðslusíðu Valitor.

 

Lög og varnarþing

Þessi samningur er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.