Sveinspróf í rafeindavirkjun eru haldin tvisvar á ári í lok skólaannar og eru  samþætt lokaprófum á  6. og 7. önn í skólum sem kenna rafeindavirkjun.

Á 6. önn er sveinspróf í:
Smíði og hönnun SMH 203

Á 7. önn er sveinspróf í:
Fagteikningu FTK 301
Fjarskiptatækni FJS 303
Net og miðlun NOM 303
Rafeindabúnaði og mælingum RAB 303
Stafrænnitækni og sjálfvirkni STS 303
Rafeindavélfræði MEK 303

Eldra fyrirkomulag:

Ef þú laukst námi fyrir 2010, áður en sveinspróf voru samþætt lokaprófum  6. og 7. annar og óskar eftir að taka sveinspróf eftir eldra fyrirkomulagi, vinsamlega hafðu þá samband við skrifstofu RAFMENNTAR.