Grunnnámskeið vinnuvéla er stundum kallað “Stóra námskeiðið”. Námskeiðið veitir bókleg réttindi á allar stærðir og gerðir vinnuvéla sem eru réttindaskyldar á Íslandi. Íslensk réttindi eru viðurkennd víðast hvar í Evrópu.
Námskeið kennt í fjarkennslu. Farið er yfir hinar ýmsu gerðir af brunaþéttingum.
Fylgt er reglugerð um brunavarnir, einnig læra nemendur skil á brunahólfun mannvirkja, hinum ýmsu gerðum brunaþéttinga, eiginleikum þeirra, notkunarsviði og helstu reglum þar um.
Rafmagnsfræði undirbúningur fyrir meistaraskóla. Námskeiðið er sértaklega ætlað þeim sem telja sig vanta undirbúning í rafmagnsfræðinni og ef langt er liðið frá sveinsprófi.
Þetta námskeið tilvalið til að dusta rykið af fræðunum.
Lyklaheimildir og lágmarkskröfur. Þetta námskeið er almennt lágmarkskrafa fyrir fastráðið starfsfólk og verktaka veitna til þess að öðlast lyklaheimildir við og í kringum raforkuvirki.
Viðfangsefni námskeiðsins er að auka þekkingu á raforkudreifikerfinu og einstökum hlutum þess, kynnast stöðlum, reglugerðum og öryggisstjórnunarkerfum sem lúta að störfum rafiðnaðarmanna...
Námskeið í fjarkennslu. Farið verður yfir hina ýmsu íhluti brunaviðvörunarkerfa, eiginleika þeirra, notkunarsvið, lagnir og tengingar. Þá er fjallað um öryggis- og brunafræði, reglur um brunaviðvörunarkerfi ásamt uppsetningu og viðhaldi slíkra kerfa.
Hvaða forsendur þurfa að liggja fyrir þegar setja á upp rafbílahleðslustöðvar í einbýli/fjölbýli.
Regluverk varðandi hleðslustöðvar við sameignir húsfélaga. Frágangur við uppsetningu / DC lekaliðar ofl.
Námskeið í fjarkennslu.
Viðfangsefni þessa áfanga er að nemendur kynnast hinum ýmsu heitum, reglum og reikniaðferðum sem notaðar eru við útreikninga í rafmagnsfræði.
Viðfangsefni áfangans er að fjallað um hinar ýmsu gerðir rafmótora, allt frá jafnstraumsvél til riðstraumsvéla, ásamt ýmsum stýringum fyrir mótora. Einnig er farið yfir helstu gerðir rafala og spennustýribúnað þeirra.
Á þessu námskeiði er farið yfir forritun á iðnaðarþjörkum, kennt er á þjarka frá Fanuc. Farið verður yfir uppbyggingu forrita og hvernig byggja má upp sjálfvirk kerfi sem stjórnað er með þjörkum.
Á þessu námskeiði er farið yfir ljósleiðara. Eftir námskeiðið eiga þátttakendur að geta tengt ljósleiðara við endabúnað, reikna út orkutap sem verður á leið þeirra og lagning þeirra með hámarksendingu í huga.
Viðfangsefni áfangans er m.a. kerfishönnun, lagnir, frágang búnaðar, mælingar, skýrslugerð, staðla fjarskiptalagna í íbúðarhúsnæði, loftnetskerfi, netkerfi, símkerfi, hússtjórnarkerfi og tækni og búnað sem tilheyra notkun hans.
Á námskeiðinu verður farið yfir val, virkni, tengingar , forritun , ( nettengingar,) gangsetningar og prófanir á hraðabreytum / tíðnibreytum frá meðal
annars ABB - Danfoss - Rockwell og Schneider.
Viðfangsefni áfangans er að fjallað um hinar ýmsu gerðir rafmótora, allt frá jafnstraumsvél til riðstraumsvéla, ásamt ýmsum stýringum fyrir mótora. Einnig er farið yfir helstu gerðir rafala og spennustýribúnað þeirra.
Námskeið kennt í fjarkennslu. Farið verður yfir uppbyggingu, forsendur og hönnun sambyggðra öryggis- og aðgangsstýrikerfa. Nemendur fá yfirsýn yfir uppbyggingu innbrotsviðvörunarkerfa og forsendur sem liggja að baki stjórnun og vöktun hurða.
Viðfangsefni áfangans eru loftstýringar. Nemendur lesa úr algengustu loftstýritáknum, læra að hanna einföld loftstýrikerfi, tengja loftstýrikerfi og finna bilanir í þeim.
Námskeið kennt í fjarkennslu. Viðfangsefni námskeiðsins er áhættumat starfa og vinnuvernd. Lögum samkvæmt ber atvinnurekandi ábyrgð á að gerð sé skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað.
Viðfangsefni áfangans er að kynna nemendum fyrir flóknari forritanlegum ljósa- og hússtjórnarkerfum, tilgangi þeirra og möguleikum.
Ekki aðeins ætlað meistaraskóla rafvirkja, endurmenntunarnámskeið fyrir þá sem vilja afla sér þekkingar í forritanlegum ljósa- og hússtjórnarkerfum.