Áfangaheiti: STÝR08DALI I 1

DALI - Snjöll og skilvirk ljósastýring!

DALI grunnnámskeiðið veitir yfirgripsmikla innsýn í DALI (Digital Addressable Lighting Interface) ljósastýringar með áherslu á Helvar stýrikerfi. Námskeiðið fjallar um grunnatriði DALI-kerfa, uppsetningu, forritun og rekstur með hliðsjón af bæði einstökum ljósastýringum og samþættingu í stærri hússtjórnarkerfi.

Af hverju DALI?
Með DALI stýringu geturðu búið til umhverfi sem er orkusparandi, notendavænt og sérsniðið að þörfum hvers rýmis.

 

Fyrir hverja?
Námskeiðið er ætlað rafiðnaðarmönnum, arkitektum, hönnuðum, verkfræðistofum, tæknifólki og öðru áhugafólki um ljóstækni.


Lengd:
8 klst

Kennsluaðferð: Blönduð kennsla með fyrirlestrum og verklegum æfingum.


Kennari námskeiðis er Oliver Jóhansson, DALI forritari.


Vinsamlegast athugið að námskeiðið er aðeins kennt í staðnámi í húsi Rafmenntar, Stórhöfða 27.


Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.

Fullt verð: 31.200 -

SART: 26.520.-

RSÍ Endurmenntun: 10.920.-

Er í meistaraskóla: 6.240.-

Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni.

Ef skráður þátttakandi hættir við að sitja námskeið þarf að tilkynna það skriflega í tölvupósti á netfangið rafmennt (hjá) rafmennt . is a.m.k. 48 klst. áður en námskeið hefst. Rafmennt áskilur sér rétt til að innheimta 3.000 kr. umsýslugjald.


 

Flokkar: Endurmenntun