RAFMENNT annast kennslu í faggreinahluta meistaranáms rafiðnaðarmanna. Námið fer fram í námskeiðsformi og er samtals 30 einingar. Nemendur verða að taka að minnsta kosti 7 einingar á önn til að teljast í reglulegu meistaranámi og njóta þeir þá niðurgreiðslu námsskeiðsgjalda. Námskeiðin eru flest skipulögð sem eins til þriggja daga námskeið og lýkur þeim með formlegu námsmati í samræmi við markmið og innihald áfangans. 

Nánari upplýsingar um skipulag námsins, skv. nýrri námskrá, og áfangalýsingar fyrir meistaranema í rafvirkjun má finna í listanum hér fyrir neðan:

Kjarni

Einingar

Bilanaleit

1

Fjarskiptakerfi - reglugerðir og staðlar

1

Jarðtengikerfi - Spennujafnanir og jarðtengingar lágspennu og smáspennukerfa

1

Varmadælur og kælitækni

2

Rafmagnsfræði

2

Rafhreyflar

1

Raflagnatækni

2

Reglugerðir og rafdreifikerfi I/II/III

6

Stýringar: Iðntölvur I/Ljósleiðarar/Loftstýringar

5

Öryggisfræði: Brunaviðvörunarkerfi og -þéttingar/Aðgangsstýrikerfi/Vinnuvistfræði

5
Fjöldi kjarnaeininga: 26
Fjöldi valeininga: 4
   
Samtals einingafjöldi: 30
Tillögur af vali  
Forritanleg raflagnakerfi I  
Forritanleg raflagnakerfi II  
Ljósbogahættur  
Hraðastýringar  
Læsa - merkja - prófa  
   

Öll önnur tæknileg námskeið hjá RAFMENNT eru einnig hluti af vali í meistaranámi.

 

 

Hér má finna lista yfir fagnámshluta meistaranámsins skv. eldri námskrá.

Samkvæmt lögum hefur starfsheitið raffræðingur verið löggilt. Þeir sem lokið hafa meistaranámi í rafvirkjun og rafvélavirkjun geta sótt um leyfi til að nota starfsheitið raffræðingur til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.