Sveinspróf í rafveituvirkjun

 

Sveinspróf í rafveituvirkjun eru haldin í febrúar og júní ár hvert, ef næg þátttaka fæst.

Umsóknarfrestur er frá 1. til 30. nóvember fyrir próf sem þreyta á í febrúar og frá 1. til 30. apríl vegna prófa í júní.

Umsækjandi þarf að vera útskrifaður úr náminu og hafa lokið samningsbundnu vinnustaðanámi. Með umsókn þarf að fylgja:

  • Afrit af brautskráningarskírteini úr skóla.
  • Afrit af námssamningi.
  • Lífeyrissjóðsyfirlit til staðfestingar á vinnustaðanámi.

 

Dagskrá sveinsprófa í Reykjavík í júní 2019: 

PrófþátturDagsetningTími
Undirbúningsfundur  29. maí  16:30
Aflfræði  3. júní  08:30-12:00
Teikningar  3. júní  13:00-15:00
Öryggismál  4. júní  08:30-10:45
     
Prófasýning á Stórhöfða 27, 1. hæð  28. júní  13:00-14:30

 

Prófþáttalýsing

Efnislisti júní 2016

Sveinspróf rafveituvirkja, gömul próf