Hvað er raunfærnimat?

Raunfærnimat er skipulagt ferli þar sem lagt er formlegt mat á alhliða þekkingu og færni einstaklings sem hann hefur aflað sér með ýmsum hætti utan hefðbundins skólakerfis, s.s. með starfsreynslu, starfsnámi, frístundanámi, námskeiðum, félagsstörfum og lífsreynslu (sjá reglugerð um framhaldsfræðslu 12.gr.). Raunfærnimatið gengur út á að greina stöðu þátttakenda, meta færni og gefa þeim kost á að ljúka því iðnnámi sem þeir hófu á sínum tíma.

Algengast er að raunfærnimat fari fram á móti námskrá en nú hefur verið unnið að því að skilgreina hvaða færnikröfur fólk í tæknigreinum þarf að uppfylla í starfi sínu og meta raunfærni þess á móti starfslýsingu. Nú liggja þessi færniviðmið fyrir og býðst þeim sem hafa starfsreynslu úr hljóðvinnslu og viðburðalýsingu að fara í raunfærnimat á móti þeim.

Þátttökuskilyrði:

  • Lágmarks skilyrði fyrir mat á 3. þrepi eru að vera amk 23 ára og með þriggja ára starfsreynsla í greininni.
  • Viðbótar skilyrði fyrir mat á 4. þrepi eru að vera amk 25 ára og með fimm ára starfsreynsla í greininni.

Viltu bætast í hóp þeirra rúmlega 500 einstaklinga sem hafa lokið raunfærnimati í iðngreinum? Ef þú uppfyllir ofangreind skilyrði þ.e. hefur starfað í rafiðnaði eða við upptökur, hljóðvinnslu og mögnun eða við viðburðalýsingar utandyra, í leikhúsum og sjónvarpi, þá er þetta eitthvað fyrir þig.

Raunfærnimat eftir greinum:

Nánari upplýsingar:

Hvað kostar raunfærnimat:

Þátttakendur sem ekki hafa lokið námi á framhaldsskólastigi geta farið í raunfærnimat sér að kostnaðarlausu.

Þátttakendur sem hafa áður tekið þátt í raunfærnimati og lokið einingum og/eða hafa lokið framhaldsskólanámi greiða 50.000.- kr. fyrir önnina óháð einingafjölda.

Skráning í raunfærnimat

Búið er að loka fyrir skráningu í raunfærnimatið vorið 2024

Raunfærnimat sem var í boði hjá Rafmennt vorið 2024

Ertu í stuði? (raunfærnimat í rafiðngreinum)

Ertu í hljóði? (raunfærnimat í hljóðtækni)

Ertu í mynd? (raunfærnimat í kvikmyndatækni)

Þátttakendur í raunfærnimati skrá sig rafrænt í gegnum Innu. Eftir að umsóknarfresti lýkur mæta þátttakendur á kynningarfund þar sem verkefni í raunfærnimatsferlinu eru kynnt.

Upplýsingar um raunfærnimat:

Almennar upplýsingar:

Verkefnastjórar og náms- og starfsráðgjafi RAFMENNTAR fylgja þér eftir í gegnum allt ferlið

Verkefnastjóri lýsingartækni, hljóðtækni og kvikmyndatækni

Ingi Bekk

Sími: 540-0169

Netfang: ingi(hjá)rafmennt.is

Verkefnastjóri ráðgjafar og raunfærnimats

Alma Sif Kristjánsdóttir

Sími: 540-0171

Netfang: almasif(hjá)rafmennt.is