Afhending sveinsbréfa

Frá afhendingu sveinsbréfa rafeindavirkja (til vinstri) og rafvirkja (til hægri).
Frá afhendingu sveinsbréfa rafeindavirkja (til vinstri) og rafvirkja (til hægri).

 

Afhending sveinsbréfa í rafvirkjun og rafeindavirkjun fór fram laugardaginn 18. maí sl. á Hótel Natura kl. 16:00-17:30. Dagskráin var að vanda glæsileg með ræðuhöldum og afhendingu viðurkenninga fyrir góðan árangur.

Að dagskrá lokinni var nýsveinum og gestum þeirra boðið upp á léttar veitingar og héldu nýsveinarnir síðan áfram í eftirpartý fram eftir kvöldi með skemmtiatriðum og tónlist.

Hér má finna myndir frá afhendingunni.