Framundan hjá RAFMENNT eru ný námskeið þar sem kynnt verða UniFi og UMNS netkerfin sem eru að verða vinsæl í dag vegna nálgunar á IOT og 5G LTE+ tækninnar.

Öreind selur búnaðinn og styrkir þessi nýju námskeið með myndarlegum afsláttum. Fyrsta afhending búnaðarins var nú í vikunni og tók Gunnar Gunnarsson, sviðsstjóri smáspennusviðs, við þessum fyrsta pakka fyrir hönd RAFMENNTAR frá Baldri Sveinssyni tækni- og sölumanni Öreindar.

 

Næsta námskeið: UniFi WiFi - Nýja kynslóðin í þráðlausum netkerfum

Á námskeiðinu verður farið í að skipuleggja uppsetningu íhluta kerfisins og kynning á helstu íhlutum. Farið verður yfir forritunarviðmót umsjónaraðila kerfisins, skýjalausnir kynntar og hvernig umsjónaraðili getur stýrt og stjórnað kerfinu af netinu. Farið verður lauslega yfir nýja UNMS kerfið, airCube, airMAX og airFiber.

Námskeiðið hentar hönnuðum og rafiðnaðarmönnum sem vinna við minni tölvukerfi. Mikilvægt er að þátttakendur hafi grunnþekkingu á netkerfum og búi yfir almennri tölvukunnáttu.

Námskeiðið verður haldið fimmtudaginn 14. mars og föstudaginn 15. mars 2019, kl. 8:30-17:30, alls 18 klst.

Skráning fer fram hér.