Fjarskiptatækni 3 (MFJA4NT01)

 Unifi Wifi 2

Netkerfi cat5,6,7 / WiFi 

UniFi / WiFi

Lýsing:

Nýja kynslóðin í þráðlausum netkerfum.  

  • Farið er í að skipuleggja uppsetningu íhluta kerfisins og kynnst helstu íhlutum.  
  • Farið verður yfir forritunarviðmót umsjónaraðila kerfisins.  
  • Skýjalausnir eru kynntar og hvernig umsjónaraðili getur stýrt og stjórnað kerfinu af netinu.  
  • Farið verður létt yfir nýja UNMS kerfið, airCube, airMAX og airFiber.
  • Kennt verður á helstu aðgerðir og hugtök í minni netkerfum og fókusinn aðalega á þráðlaus netkerfi (WIFI). Þetta er verkleg kennsla og það verður hannað, sett upp og kennt kerfisumsjón með nýjustu tegund GUI viðmóts WiFi kerfa. 
  • Farið er yfir RF, BW, S/N og Guard Interval og önnur truflana gildi sem þarf að hafa í huga til að hámarka flutnings getu kerfa. 

Námskeiðið mun innihalda meðal annars, WLAN skilgreiningar, WLAN hönnun, einföld innsetning búnaðar, grunnaðhæfingu milli búnaðar og kerfishugbúnaðar, kynning á dýpri kerfisumsjón og uppsetningar gesta aðgangs auk „Heitir Reitir“.

Fyrir hverja: Rafiðnaðarmenn sem stefna á að vinna við nýju ( GUI ) tölvukerfin. Einnig þeim sem þurfa að þekkja þetta umhverfi til að geta tekið faglegar ákvarðanir samkvæmt stöðlum og reglugerðum varðandi hönnun, uppsetningu breytingum og bilanleit.

Undirstaða:Netþjónusta 1 (eða sambærilegt), grunnþekking á netkerfum, almenn tölvukunnátta.

Búnaður: Við mælum með að notast sé við eigin tölvur á námskeiðinu.

Einingar í meistaranámi: 1 ein.

Leiðbeinandi: Heimir Gylfason, rafeindavirki.

Staðsetning: RAFMENNT, Stórhöfða 27, 110 Reykjavík, s: 540-0160.

Lengd: 2 dagar/16 klst.

Umsjón: Gunnar Gunnarsson, sviðsstjóri rafeindatæknisviðs, RAFMENNT ehf  gunnar@rafmennt.is

  Unifi Wifi

 

Dagsetning Kennslutími
29.03.2019 - 30.03.2019 08:30-17:00 Skráning