Fyrsti Bransadagur tæknifólks 2024
Fyrsti Bransadagur tæknifólks 2024

Fjölmenni var á fyrsta Bransadegi tæknifólks í Hörpu á mánudag. 20 fyrirlesarar fluttu erindi um allt frá geðheilsu í iðnaðinum til gervigreindar og er mál fólks að gríðarlega vel hafi tekist til og dagurinn sé kominn til að vera. Glæsilegt sýningarsvæði var auk þess á staðnum þar sem samstarfsaðilar dagsins auk skipuleggjenda settu upp bása til að kynna vöru og þjónustu. Ari Eldjárn steig síðan á stokk í kokteilmóttöku í lok dags og kláraði vel heppnaðan dag með glensi og glans.