Rafiðnaðarskólinn og  Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hafa undirritað samning um að FA taki að sér verkefnastýringu og veiti kennslufræðilega ráðgjöf fyrir verkefnið Þróun gagnvirks kennsluefnis í tæknigreinum.

Markmið verkefnis er að þróa gagnvirkt kennsluefni til undirbúnings raunfærnimats og í námi eftir raunfærnimat í tæknigreinum. Helstu afurðir verkefnisins verða

  • vefur sem heldur utan um fræðsluefni,
  • leiðbeiningar til námsmanna um notkun og
  • myndbönd þar sem teikningum er beitt til þess að lýsa hnitmiðuðum grunnatriðum í viðkomandi fagi á einfaldan hátt. Hverju myndbandi fylgir gagnvirk könnun á því hvernig þátttakanda hefur tekist að tileinka sér námsefnið. 

Verkefnið hefst í september 2017 og því lýkur í september 2019.