Kvöldfyrirlestur 
Miðvikudaginn 12.október 2014

Um höfundarrétt á rafrænum miðlum

Tveir fyrirlesarar munu halda fyrirlestra um „Höfundarrétt á rafrænum miðlum“.

1.     Stafræn dreifing á efni – hvað má og hvað má ekki?

Guðrún Björk Bjarnadóttir framkvæmdastjóri STEFs mun í erindi sínu reyna að svara eftirfarandi spurningum:

  • Er hægt að stefna einstaklingi fyrir brot á lögum þegar hann dreifir efni í gegnum torrentsíðu?
  • Hvað ef viðkomandi einstaklingur hleður eingöngu niður efni en ekki upp efni, er það í lagi? 
  • Er Netflix löglegt á Íslandi?
  • Er lokun á aðgengi að ólöglegum vefsíðum brot á tjáningarfrelsi?
  • Er þetta ekki bara spurning um að auka löglegt framboð?
  • Er Pirate Bay ekki bara góður kynningarvettvangur fyrir tónlistarmenn sem eykur sölu á verkum þeirra?
  • Hvenær á að greiða fyrir opinberan flutning tónlistar? 
  • Ef kveikt er á útvarpinu í verslun og greitt útvarpsgjald er þá ekki um leið búið að greiða fyrir opinberan flutning tónlistarinnar?
  • Hvað ef verslunin er í rými þar sem heyrist tónlist frá sameign?

2.     Sjónvarpsdreifing á hótelum – opnar og lokaðar sjónvarpsrásir? 

Hólmgeir Baldursson framkvæmdastjóri Filmflex heldur fyrirlestur um höfundarétt á sjónvarpsefni til hótela, en fyrirtækið Filmflex býður úrval af slíku sjónvarpsefni til hótelrekenda. Hólmgeir mun í erindi sínu reyna að svara eftirfarandi spurningum: 

  • Undir hvað falla viðskiptaréttindi okkar.
  • Freeview – Freesat- Er þetta í lagi?
  • Áskriftir símafélaganna til hótela og gistiheimila
  • Hvað felst í einkaréttindum Filmflex.
  • Hvað er að gerast?
  • Hverju svara hótelin?
  • Hvað segja rafiðnaðarmenn?
  • Hvert stefnir?
  • VOD og önnur nýmiðlun

Fundartími:  Miðvikudagur 12.nóvember kl. 20.00 - 22:00

Fundarstaður:    Rafiðnaðarskólinn – Stórhöfða 27 – 1.hæð