Föstudaginn 27 maí var haldið námskeiðið „Úttekt eigin verka og mælingar“ hjá Rafeyri á Akureyri.

Var það að beiðni þeirra hjá Rafeyri að farið var með námskeiðið norður, enda er það m.a hlutverk Rafiðnaðarskólans að vera til taks fyrir félagsmenn og fyrirtæki í rafiðnaði. 

Sátu 33 starfsmenn fyrirtækisins námskeiðið og skiptust þeir í tvo hópa fyrir og eftir hádegið og fór það vel fram í góðri aðstöðu með lifandi umræðum og vonandi að menn séu upplýstari á eftir.