Fimmtudaginn 18. janúar kl: 12:00 - 12:30 verður haldin fræðslu- og kynningarfundur í húsnæði Rafmenntar á Stórhöfða 27 (gengið inn Grafarvogsmeginn) og í beinu streymi hér á sama tíma.

Veistu hvar? verkfæraappið er verkfærakerfi sem veitir fyrirtækjum nákvæma yfirsýn yfir öll sín verkfæri, staðsetningu þeirra hverju sinni og hver er að nota þau ásamt því að auðvelda alla umsýslu verkfæra.

Aron frá Veistu hvar verkfæraappinu mun fara yfir alla helstu þætti verkfærakerfisins, aðstoða við uppsetningu ásamt því að svara spurningum.

Farið verður yfir:
- Stofnun starfsmanna
- Stofnun verkefna
- Stofnun verkfæra
- Stofnun verkfæraflokka
- Almenn yfirferð yfir appið og notkun þess

www.veistuhvar.is


Veitingar verða í boði á staðnum. Hlökkum til að sjá ykkur!