Námskeiðið er haldið í samstarfi við Snjallingur.is

 

Áfangaheiti: STÝR10HOMEASSIS

 

Lýsing

Grunnnámskeið á Home Assistant hússtjórnarkerfi. Á námskeiðinu er farið í helstu þætti á Home Assistant, allt frá uppsetningu, tengingu á snjalltækjum og búa til einfaldar sjálfvirknisreglur og skjáborð. Áhersla er sett á verklega þætti. Allir þátttakendur fá aðgang að Home Assistant stýrikerfinu og sett af snjalltækjum sem verður að komast fyrir inn í Home Assistant á meðan námskeiðinu stendur.

Home Assistant er afar umfangsmikið og getur verið flókið en er jafnframt skemmtilegt og öflugt hússtjórnarkerfi. Leiðbeinandinn gefur góðar leiðbeiningar um helstu atriði sem þarf að hafa í huga og einbeitir sér að þáttum sem skipta máli fyrir byrjendur.

 

Markmið

Að loknu námskeiði mun þátttakandi vera með grunnþekkingu á Home Assistant hússtjórnunarkerfinu og öðrum þáttum sem þarf að hafa þekkingu á. Þátttakandi mun afla sér þekkingar til þess að setja upp Home Assistant heima hjá sér og tengja og stjórna tækjabúnaði í gegnum Home Assistant.

Þátttakandinn fær innsýn hversu víðtækt Home Assistant hússtjórnunarkerfið getur orðið og sjá möguleikana í að stýra alskyns búnaði.

 

Fyrir hverja

Námskeiðið er áætlað öllum sem hafa áhuga á að kynna sér möguleikana í Home Assistant hússtjórnarkerfinu og afla sér grunnfærni í kerfinu. Þátttakandinn þarf að hafa góða almenna tölvukunnáttu. Ekki er krafist forritunarkunnáttu, þó að óhjákvæmilegt sé að geta unnið með .yaml stillingarskrár á einhverjum tímapunkti.

Þátttakandi ætti að vera tilbúinn að leggja frekari vinnu í Home Assistant til að útvíkka þekkingarsviðið og koma fleiri atriðum inn í Home Assistant. Æskilegt er að þátttakandi sé með færni að lesa GitHub leiðbeiningar á ensku.

 

Fyrirkomulag

Námskeiðið er 10 kennslustundir, dreift á tvö kvöld, þriðjudagana 14. og 21. maí frá kl 17-22.

Hver kennslustund er 60 mínútur. Í hverri kennslustund er gert ráð fyrir verklegum æfingum og örstuttu hléi. Kvöldmatarhlé er á milli 19 og 19:30.

 

Námskeiðsgögn

Allir þátttakendur fá kennslugögn í PDF formi að námskeiðinu loknu.

Þátttakendur fá heim með sér usb-tengdan samskiptakubb að námskeiði loknu sem verður hægt að nota fyrir snjalltæki sem ganga fyrir Zigbee og Thread samskiptatækni.



 

Kennsluáætlun

 


Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.

Fullt verð: 43.700 kr.

Endurmenntun: 18.870 kr.

Meistari: 13.140 kr.

Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni


Flokkar: Almenn námskeið
Heiti námskeiðs Dags. Kennarar Tími Staðsetning RSÍ endurmenntun Skráning
Home Assistant - Grunnur 14. maí - 21. maí Alexander Eck kl 17-22 Stórhöfði 27 18.870 kr. Skráning