IÐAN fræðslusetur og RAFMENNT kynna

 

Photoshop master 8. - 9. október.

Þetta námskeið er hugsað fyrir þá sem vinna mikið með Photoshop en hafa lítinn eða engan tíma til þess að kynna sér eða setja sig inn í nýjungar eða brellur sem forritið býður upp á. Annars vegar er farið yfir það nýjasta sem hefur bæst við í Photoshop að undanförnu og hins vegar eru skoðaðar ýmsar leiðir sem hægt er að fara í myndvinnslu, svo sem skerpingu mynda og áferðarbreytingar

 

After Effect II 15. - 17. október

Á þessu námskeiði er farið yfir þá möguleika sem After Effects býður uppá að bæta inn grafík á lifandi myndefni. Nemendur munu sjálfir taka upp það myndefni sem verður unnið með á námskeiðinu og kennt hvað skal hafa í huga við upptöku á því efni. Það er æskilegt að nemendur hafi reynslu af notkun og skilning á helstu hugtökum forritsins svo námskeiðið nýtist sem best.
       
Nemendur munu taka upp myndefnið á eigin snjallsíma eða upptökuvélar og þeim leiðbeint með hvað hafa skuli í huga þegar á upptöku stendur til að einfalda vinnsluna í After Effects. Einnig er frjálst og jafnvel mælt með að nemendur komi með eigið myndefni sem er innan ákveðinna marka og staðla fyrir námskeiðið.

Ekki missa af þessum flottu námskeiðum

Nánar um námskeiðin og skráningu

Photoshop Master Class  og After Effect II