After Effects II (EFFE08EFF2)

Flokkur: Endurmenntun

Á þessu námskeiði er farið yfir þá möguleika sem After Effects býður uppá að bæta inn grafík á lifandi myndefni. Nemendur munu sjálfir taka upp það myndefni sem verður unnið með á námskeiðinu og kennt hvað skal hafa í huga við upptöku á því efni. Það er æskilegt að nemendur hafi reynslu af notkun og skilning á helstu hugtökum forritsins svo námskeiðið nýtist sem best.
       
Nemendur munu taka upp myndefnið á eigin snjallsíma eða upptökuvélar og þeim leiðbeint með hvað hafa skuli í huga þegar á upptöku stendur til að einfalda vinnsluna í After Effects. Einnig er frjálst og jafnvel mælt með að nemendur komi með eigið myndefni sem er innan ákveðinna marka og staðla fyrir námskeiðið.
       
Myndefni nemenda er „camera trackað“, þar sem forritið er látið reikna út þá hreyfingu sem á sér stað á myndbandinu og býr til myndavél í þrívíddar umhverfi After Effects. Nemendum er sýnt hvernig best er að vinna með þann grunn og aðlaga fyrir þægilegri og skiljanlegri vinnslu.
       
Grafík er sett inní þrívíddar umhverfið sem After Effects bjó til. Í því umhverfi er einfalt að bæta inn meiri grafík síðar og geta nemendur einnig komið með sitt eigið efni til að setja yfir myndbandið.        

Nemendum verður sýnt hvernig hægt er að blanda grafíkinni sem best inní það lifandi myndefni sem er til staðar með því að litaleiðrétta grafíkina. Einnig geta nemendur notast við þrívíddar ljós í After Effects sem framkalla skugga ef þannig ber undir?
       
Loka eftirvinnsla myndefnisins fer fram með því að framkalla heildaráferð á myndefnið til að láta það líta út líkt og það hafi verið tekið upp á filmu. 

SART 26,520
RSÍ endurmenntun 10,920

Í umsóknarferlinu birtist fullt verð námskeiða. Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú greiðir í endurmenntunarsjóð og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni

Heiti námskeiðs Dags Tími Kennarar Staðsetning RSÍ endurmenntun Skráning