Hlaðborð spennandi námskeiða!

 

Fimmtudaginn, 9. maí nk., hefst námskeiðið raflagnatækni þar sem fjallað verður m.a. um helstu störf rafvirkjameistarans við mannvirkjagerð. Námskeiðið stendur yfir í 3 daga (9.-11. maí kl 8:30-18:00).

Föstudaginn, 10. maí nk., er námskeiðið IP myndavélar á dagskrá, sem er heils dags námskeið (kl. 8:30-17:00)

Miðvikudaginn 15. maí kl 17-21 ætlum við að vera með námskeiðið Rafbílar - íhluti og virkni og föstudaginn 17. maí verður námskeiðið Úttekt eigin verka á dagskrá kl. 13-17.

Föstudaginn, 24. maí nk., (ath var fært frá 10. maí) hefst 2ja daga KNX A námskeið (24.-25. maí kl 8:30-17:00). Námskeiðið veitir innsýn í KNX hússtjórnarkerfi og er fyrri hlutinn af viðurkenndu "Basic" námskeiði sem eru vottuð af KNX samtökunum.

Kynntu þér málið nánar á vefnum okkar og athugaðu hvort eitthvert þessara námskeiða henti þér. Námskeiðin eru öll hluti af meistaraskóla rafvirkja en eru einnig opin sem endurmenntunarnámskeið.