KNX A

KNX A námskeiðið veitir innsýn í KNX hússtjórnarkerfi. Þetta námskeið er fyrri hlutinn af viðurkenndu "Basic" námskeiði sem eru vottuð af KNX samtökunum.

Efni námskeiðs:

  • Hverjir eru kostir KNX hússtjórnarkerfisins og hvaða möguleika það hefur upp á að bjóða 
  • Hvað þarf að hafa í huga þegar KNX kerfin eru hönnuð og tengd
  • Gerð KNX hönnunargagna
  • Uppsetning á ljósastýringum, kveiking, dimming, ljósasenur

 

Leiðbeinandi:

Sigurjón Björnsson hefur sótt kennaranámskeið hjá KNX samtökunum og hefur rétt til að kenna öll viðurkennd KNX námskeið. Sigurjón hefur í yfir áratug unnið við forritun á stýringum og stjórnkerfum, bæði KNX stýringum og iðnstýringum ásamt annari forritun. 

Dagsetning Kennslutími
24.05.2019 - 25.05.2019 08:30-17:00 Skráning