Nýtt námskeið á dagskrá hjá Rafmennt fyrir tæknifólk í haust!
Námskeiðið er sett saman til að veita þér innsýn og grunnþekkingu sem þarf til að stýra flóknum verkefnum á skilvirkan og faglegan hátt – allt frá fyrstu hugmynd að afhendingu og uppgjöri. Á námskeiðinu kynnumst við lykilverkfærum eins og heilaga þríhyrningnum (scope–time–cost), Gantt- og WBS-uppsetningum, áhættumati og breytingastjórnun sem tryggja fullkomna yfirsýn og stöðugan framgang verkefna til að hámarka nýtingu tíma og peninga.
Kennari á námskeiðinu er G. Orri Rósenkranz verkefnastjóri sem hefur áralanga reynslu af tæknilegri hönnun, skipulagningu og verkefnastjórn viðburða af öllum stærðum og gerðum.
Nánar um námskeið og skráning hér!
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050