Námskeiðið er sett saman til að veita þér innsýn og grunnþekkingu sem þarf til að stýra flóknum verkefnum á skilvirkan og faglegan hátt – allt frá fyrstu hugmynd að afhendingu og uppgjöri. Á námskeiðinu kynnumst við lykilverkfærum eins og heilaga þríhyrningnum (scope–time–cost), Gantt- og WBS-uppsetningum, áhættumati og breytingastjórnun sem tryggja fullkomna yfirsýn og stöðugan framgang verkefna til að hámarka nýtingu tíma og peninga.
Með raunhæfum dæmum úr viðburðageiranum og alþjóðlega gæðastaðla til hliðsjónar (IPMA, PMI, PRINCE2, Agile/Scrum) lærir þú hvernig á að virkja teymi, efla opið samskiptaumhverfi og hámarka sköpunarkraft í tæknilega krefjandi og kviku umhverfi. Við förum yfir mikilværi væntingastjórnunar ásamt teymismyndanir og annmarka þeirra og skoðum hvernig við getum verið hvetjandi en agaðir leiðtogar í senn.
Í hópverkefnum og verkefnaæfingum færðu svo tækifæri til að æfa þig í hverju skrefi með leiðsögn – frá undirbúningi fyrstu hugmyndar og skipulagi tímaáætlunar, yfir í framkvæmd og lokafrágang.
Námskeiðið endar með lokaverkefni til endurgjafar með staðfestingu á námskeiðslokum.
Kennari á námskeiðinu er G. Orri Rósenkranz verkefnastjóri sem hefur áralanga reynslu af tæknilegri hönnun, skipulagningu og verkefnastjórn viðburða af öllum stærðum og gerðum.
Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.
Fullt verð: 31.200.- kr
RSÍ Endurmenntun: 10.920.- kr
Skrái þátttakandi sig af námskeiði með minna en 2 vikna fyrirvara áskilur Rafmennt sér rétt til innheimtu 50% námskeiðsgjalds.
Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni
Heiti námskeiðs | Dags. | Kennarar | Tími | Staðsetning | RSÍ endurmenntun | Skráning |
---|---|---|---|---|---|---|
Tæknileg verkefnastjórnun viðburða | 23. sep 2025 - 24. sep 2025 | 09:00 - 12:30 | Stórhöfði 27 | 10.920 kr. | Skráning |
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050