Áfangaheiti: MVST08VIÐSVIÐ

 

Á þessu námskeiði ætlum við að fara yfir alla helstu þætti sem snúa að tæknilegri verkefnastýringu viðburða.

Meðal efnis sem farið verður yfir er:

  • Áætlanagerð og kostnaðarútreikningar
  • Væntingstjórnun og markmiðasetning
  • Teymismyndanir og samskipti
  • Framkvæmd og ábyrgð
  • Öryggi og eftirlit
  • Uppgjör og gæðaprófanir

Á námskeiðinu verður farið í gegnum verkferla framkvæmdar frá hugmynd að uppgjöri verkefnis með faglega verkefnastýringu að leiðarljósi.

Kennari á námskeiðinu er G. Orri Rósenkranz verkefnastjóri sem hefur áralanga reynslu af tæknilegri hönnun, skipulagningu og verkefnastjórn viðburða af öllum stærðum og gerðum.

Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.

Fullt verð: 31.200.- kr

RSÍ Endurmenntun: 10.920.- kr

Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni

Flokkar: Tæknifólk