Kynningar- og möppufundur 20. janúar kl 17:00

Raunfærnimat í rafiðngreinum miðar við þarfir einstaklinga sem hafa af einhverjum ástæðum ekki lokið því námi sem þeir hófu í rafvirkjun, rafvélavirkjun, rafveituvirkjun eða rafeindavirkjun. Greina stöðu þeirra, meta færni og gefa þeim kost á að ljúka því iðnnámi sem þeir hófu á sínum tíma.

Metin er samanlögð færni sem einstaklingur hefur náð með ýmsum hætti, s.s. starfsreynslu, starfsnámi, frístundanámi, skólanámi, námskeiðum og félagsstörfum.
Þátttakendur eiga þess kost að láta meta færni sem þeir hafa aflað sér utan skólakerfisins með raunfærnimati.

 

Kynningar- og möppufundur verður mánudaginn 20. janúar kl. 17:00
Stórhöfða 27, 1. hæð í húsnæði Rafmenntar (gengið inn Grafarvogsmegin).

Fundinum verður streymt beint, þeir sem vilja fá aðgang að því þurfa að senda póst á asmundur@rafmennt.is eða almasif@rafmennt.is til að fá aðgangskóða.

 

Nánar um raunfærnimatið er að finna hér

Enn er hægt að skrá sig í raunfærnimatið

Skráning