Glænýtt námskeið!

Exel er gott tól til að vinna með en þá þarf að hafa grunnþekkingu á hvað hægt er að gera í forritinu.

Rafmennt er að fara af stað með glænýtt grunnnámskeið í Exel þar sem farið verður yfir innslátt gagna, forsnið reita, grunnreikniaðgerðir, tilvísanir og afritun, ásamt því að bæta inn línum, dálkum og vinnublöðum.

Í lok námskeiðs á þátttakandi að geta unnið með töflur, formúlur og myndrit. Þátttakandi á einnig að geta bætt við þekkingu sína með notkun innbyggðrar hjálpar Excel og netsins.

Skráðu þig hér!