Grunnnámskeið Excel (EXCE07Excel1)

Flokkur: Almenn námskeið

Grunnnámskeið í Excel þar sem farið er yfir innslátt gagna, forsnið reita, grunnreikniaðgerðir, tilvísanir og afritun, ásamt því að bæta inn línum, dálkum og vinnublöðum. Farið verður yfir ýmis innbyggð föll bæði leitarföll og reikniföll. Einnig verður farið í gerð myndrita, uppsetningu tafla, röðun, síun og textaföll. Á námskeiðinu er ekki stuðst við sérstaka kennslubók, heldur verður áhersla lögð á að nota hjálpina í Excel og að leita sér upplýsinga á netinu. 

Í lok námskeiðs á þátttakandi að geta unnið með töflur, formúlur og myndrit. Þátttakandi á einnig að geta bætt við þekkingu sína með notkun innbyggðrar hjálpar Excel og netsins.

Námskeiðið hentar þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í Excel, en einnig þeim sem hafa fyrst og fremst notað Excel til innsláttar gagna og einfaldra útreikninga og vilja bæta við sig aukinni færni.

Fullt verð 31,200
SART 26,520
RSÍ endurmenntun 10,920

Í umsóknarferlinu birtist fullt verð námskeiða. Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú greiðir í endurmenntunarsjóð og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni

Heiti námskeiðs Dags Tími Kennarar Staðsetning Fullt verð Skráning
Grunnnámskeið Excel (EXCE07Excel1) 07. okt - 08. okt 08:30 til 12:00 Jón Kjartan Kristinsson
Stórhöfða 27 31.200 kr. Skráning