Dale Carnegie námskeið í október

RAFMENNT og Dale Carnegie á Íslandi hafa gert með sér samkomulag um námskeiðahald. Fyrsta námskeiðið sem við kynnum er 3ja daga útfærsla af hinu þekkta Dale Carnegie námskeiði þar sem þátttakendur vinna í samskiptum, styrkja sambönd, efla leiðtogahæfileika og tjáningu og læra að stjórna streitu og vinna undir álagi. Námskeiðið nýtist bæði í vinnu og einkalífi. 

16. - 18. október 8:30 - 17:00

Samkomulagið gerir það að verkum að hægt er að bjóða félagsmönnum RSÍ og SART, sem greitt er af í menntasjóð, námskeiðið á 45.000 en fullt verð er 159.000 kr.

Nánar og skráning