Fréttir

NOKKUR LAUS SÆTI - Skyndihjálparnámskeið

Enn eru nokkur laus sæti á skyndihjálparnámskeið sem RAFMENNT stendur fyrir mánudaginn 18. febrúar nk. kl 8:30-12:30, 4 klst. Námskeiðið hentar öllum félagsmönnum sem vilja læra eða rifja upp grunnatriði skyndihjálpar og öðlast þannig lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum.
Lesa meira

Öryggispassi Rafmenntar

Námskeiðið er nú uppselt. Hafið samband við skrifstofu og skráið ykkur á biðlista fyrir næsta námskeið! Öryggispassi Rafmenntar er staðfesting raf- og tæknifaggreinanna á að viðkomandi starfsmaður hafi fengið þá fræðslu sem þarf til að tryggja öryggi hans sem best á verkstað. Fræðsla er í skyndihjálp, brunavörnum, fallvörnum, vinnu í hæð og rafmagnsöryggi. Öryggispassi sem um leið er fullgilt vinnustaðaskírteini er gefið út fyrir alla þá sem ljúka námskeiði.
Lesa meira

Netkerfi fjórðu iðnbyltingar

Er mögulegt að nota aðeins eitt netkerfi fyrir öll þau kerfi sem nútíma byggingar kalla á í dag? Þann 6. febrúar næstkomandi kl 13:30 munu Dirk Herppich og Feiko de Boer frá Microsens koma og sýna okkur hvaða lausnir eru í boði í dag og hvert við erum að stefna í netkerfum framtíðarinnar. Meðal spurninga sem leitast verður við að svara: er ljósleiðari framtíðin í staðarnetum í stað hefðbundna „CAT“ kerfa?
Lesa meira

KNX B námskeið - skráning opin

Enn er hægt að skrá sig KNX B námskeiðið sem er seinni hlutinn af "Basic" námskeiðinu. Námskeiðið er opið öllum þeim sem hafa grunn í KNX forritanlegum stýringum.
Lesa meira

Ný námskeið framundan

Ný námskeið eru framundan hjá RAFMENNT þar sem kynnt verða UniFi og UMNS netkerfin sem eru að verða vinsæl í dag vegna nálgunar á IOT og 5G LTE+ tækninnar.
Lesa meira

Körfukrananámskeið (Spjót)

RAFMENNT stendur fyrir körfukrananámskeiði fimmtudaginn 7. febrúar 2019 kl. 9-16 og föstudaginn 8. febrúar 2019 kl. 9-13. Námskeiðið veitir bókleg vinnuvélaréttindi fyrir körfukrana og steypudælur (flokkur D).
Lesa meira

Námskeið í KNX stýringum

RAFMENNT er viðurkennt fræðslusetur fyrir kennslu í KNX stýringum, Basic og Advanced. Komið er leyfi fyrir kennslu í Basic og hljóta þátttakendur viðurkenningu sem staðfestir þekkingu á sviði KNX stýringa.
Lesa meira

Raunfærnimat - kynningarfundur

Kynningarfundur á raunfærnimati í rafiðngreinum verður mánudaginn 14. janúar kl. 17:00 Stórhöfða 27, 1. hæð í húsnæði Rafmenntar. (Gengið inn Grafarvogsmegin)
Lesa meira

BESTU ÓSKIR UM GLEÐILEG JÓL

Starfsfólk Rafmenntar óskar þér og þínum gleðilegra jóla með óskum um farsælt nýtt ár.
Lesa meira

1500 öryggislásar afhentir til að draga úr hættu á slysum vegna rafmagns

Samtök rafverktaka, Samtök iðnaðarins, Rafiðnaðarsamband Íslands og Mannvirkjastofnun hafa tekið höndum saman og afhent hátt í 1500 öryggislása til að draga úr hættu á slysum og óhöppum af völdum óæskilegrar eða óvæntrar spennusetningar rafbúnaðar. Kostaður við verkefnið er um 4 millj.
Lesa meira