Vinnuverndarskóli Íslands heldur Grunnnámskeið vinnuvéla

RAFMENNT býður félagsmönnum grunnnám vinnuvéla í samstarfi við Vinnuverndarkóla Íslands, námið fer að mestu leiti fram á netinu en því lýkur með krossaprófi sem fer fram að Stórhöfða 27. Námskeiðið fylgir námskrá vinnueftirlitsins, að námskeiði loknu geta þátttakendur hafið verklegt nám á allar gerðir réttindaskyldra vinnuvéla.

Grunnnámskeið vinnuvéla veitir bókleg réttindi á allar stærðir og gerðir vinnuvéla sem eru réttindaskyldar auk brúkrana sem eru ekki réttindaskyldir.  

Til að geta tekið námskeiðið verður viðkomandi að vera orðinn 16 ára. Til að geta fengið fullgild vinnuvélaréttindi verður að vera orðinn 17 ára og hafa bílpróf.

Námið fer að lang mestu leyti fram á netinu í gagnvirku námi. Náminu lýkur með upprifjun og krossaprófi sem fer fram í kennslustofu á vegum Vinnuverndarskóla Íslands. 

Nánar og skráning