Grunnnámskeið vinnuvéla

Flokkur: Endurmenntun

Grunnnámskeið vinnuvéla veitir bókleg réttindi á allar stærðir og gerðir vinnuvéla sem eru réttindaskyldar auk brúkrana sem eru ekki réttindaskyldir.  

Til að geta tekið námskeiðið verður viðkomandi að vera orðinn 16 ára. Til að geta fengið fullgild vinnuvélaréttindi verður að vera orðinn 17 ára og hafa bílpróf.

Námið fer að lang mestu leyti fram á netinu í gagnvirku námi. Náminu lýkur með upprifjun og krossaprófi sem fer fram í kennslustofu á vegum Vinnuverndarskóla Íslands. 

Námskeiðið fylgir námsskrá frá Vinnueftirliti ríkisins. Nemandi horfir á fyrirlestra, les ítarefni, horfir á myndbönd og leysir verkefni. Það er hægt að horfa á hvern hluta eins oft og hver vill. Þátttakendur þurfa reglulega að standst krossapróf til að komast áfram í náminu.

Að námskeiðinu loknu geta þátttakendur hafið verklegt nám á allar gerðir réttindaskyldra vinnuvéla undir leiðsögn leiðbeinanda sem hefur kennsluréttindi. Þegar verklegri þjálfun er lokið er óskað eftir prófdómara frá Vinnueftirlitinu. Öll verkleg þjálfun og verkleg próf fara fram á vinnustöðum nemanda.

Uppbygging námskeiðsins:

    Kynning

  1. Lög, reglur og reglugerðir
  2. Vinnuverndarstarf og öryggismál
  3. Hávaði, lýsing og hættuleg efni
  4. Félagslegur og andlegur aðbúnaður, einelti og áreitni
  5. Eðlisfræði, vökvafræði, ásláttarbúnaður, hífivírar, stöðugleiki og flutningur vinnuvéla
  6. Vélfræði, rafgeymar og hleðsluklefar fyrir rafgeyma
  7. Lyftarar og lyftitæki í skráningarflokkum J og K, meðferð á vörubrettum og vörum
  8. Jarðvinnuvélar í skráningarflokkum E, F, G, H, I og öryggi við skurðgröft
  9. Kranar: Byggingakranar A, hleðslukranar, vökvakranar og grindarbómukranar B og hleðslukranar P, brúkranar C, steypudælukranar og körfukranar D, fjarstýringar krana, vírar í krönum, að hífa fólk með krana og merkjakerfi fyrir kranastjórn
  10. 10.  Útlagningarvélar, fræsarar og valtarar í skráningarflokkum L og M

    Upprifjun og próf á Stórhöfða 27.

 

Fullt verð 63.000 kr 
RSÍ endurmenntunarverð 17.500 kr

 Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.

Heiti námskeiðs Dags Tími Kennarar Staðsetning RSÍ endurmenntun Skráning