Raflagnatækni

Námskeiðið byggist á þremur sjálfstæðum námskeiðum. Í fyrsta hluta er fjallað m.a. um helstu viðfangsefni lýsingarfræðinnar svo sem hugtökin og fræðin á bak við litarhitastig, litarendurgjöf, ljósmagn, glýju og ljóstækni verða rædd og áhersla verður lögð á að sýna hvernig LED ljósgjafinn hefur breytt hvernig hönnuðir, verktakar og framleiðendur vinna með ljósgjafa.

Í öðrum hluta, er öryggisstjórnunarkerfi rafverktaka kynnt. Einnig er fjallað um ákvæði byggingareglugerðar sem snúa að störfum rafiðnaðarmanna og helstu staðla. Einnig er fjallað um þau atriði sem ber að varast vegna hefðbundinna starfa rafiðnaðarmanna í byggingum er snúa m.a að umfangi bygginga og brunatæknilegum þáttum þeirra.

Þriðji hluti byggist aðallega á stöðlum um raflagnir innanhúss og um útboð. ÍST 30:2012 og ÍST 150:2009. Fjallað er um útboðsreglur og verkáætlanir.  Farið í myndun útseldrar vinnu, teknir fyrir liðir sem hún þarf að innifela, bæði skattar og launatengd gjöld og annar kostnaður sem til fellur, og fyrirtækið eða meistarinn þarf að velta.

Skráningu fer fram hér!