Á námskeiðinu er farið í ákvæðisverðskrá rafiðna, útboðsreglur og verkáætlanir. Nemendur vinna verkefni sem innihalda vinnu- og efnisáætlanir og tilboðsgerð.
Námskeið sem fjallar um öryggis- og brunafræði, reglur um brunaviðvörunarkerfi, íhluta brunaviðvörunarkerfa ásamt uppsetningu og viðhaldi slíkra kerfa.
Á námskeiðinu er m.a. farið í algengar spennujafnanir í neysluveitum og frágagn og hvernig merkingum er háttað. Spennujafnanir á byggingahlutum og tækjum sem eru á byggingastað.
Námskeiðið fjallar um brunaþéttingar með lögnum milli brunahólfa. Námskeiðið er ætlað fyrir þá sem vilja sækja um starfsleyfi vegna brunaþéttinga samkvæmt rgl. nr. 1067/2011 um þjónustuaðila brunavarna.
Á þessu námskeiði er fjallað um hinar ýmsu gerðir rafmótora frá jafnstraumsvélinni til riðstraumsvéla ásamt ýmsum stýringum fyrir þessa mótora. Þar má nefna mjúkræsingar, tíðnibreyta og vektorstýringar.