Grunnnámskeið vinnuvéla er komið á dagskrá hjá RAFMENNT í samstarfi við Vinnuverndarnámskeið ehf.

Þátttakendur geta byrjað á námskeiðinu þegar þeir vilja og lært þegar þeir vilja og hægt er að horfa á námsefnið eins oft og hver vill. Einnig er hægt að leysa verkefni eins oft og hver vill.

Grunnnámskeið vinnuvéla er stundum kallað “Stóra námskeiðið”. Námskeiðið veitir bókleg réttindi á allar stærðir og gerðir vinnuvéla sem eru réttindaskyldar á Íslandi. Íslensk réttindi eru viðurkennd víðast hvar í Evrópu.

Námskeiðið fer 99% fram í fjarnámi, aðeins lokaprófið er í kennslustofu hjá Vinnuverndarskólanum, á vinnustöðum eða í fjarnámsmiðstöð eftir samkomulagi.
Allir sem eru orðnir 16 ára geta tekið námskeiðið en til að fá fullgild vinnuvélaréttindi verður viðkomandi að vera orðinn 17 ára og hafa bílpróf.

Námskeiðið byggist á stuttum fyrirlestrum, ítarefni, verkefnum sem eru krossaspurningar og krossaprófum. Það þarf að leysa verkefnin og standast prófin til geta haldið áfram á námskeiðinu.

Skráning