Kjarnanámskeið í Meistaraskóla rafveituvirkja

Raforkukerfi (MRKE4MS02(BA)) - 2 einingar

 

Í námskeiðinu er fjallað um rafmagnsfræði sem tengist hvað mest raforkukerfum. Fjallað er um raforkukerfi almennt, raffræðilega eiginleika jarðstrengja og lína. Nemendur fá innsýn í íhluti tengivirkja, hlutverki íhlutanna, uppbyggingu og virkni. Einnig er farið yfir hitaflutningsmörk, stöðugleikamörk og aflsveiflur í raforkukerfum. Þá er einnig farið yfir kerfisvarnir í raforkukerfum og hvaða tilgangi þær þjóna. Víðsjá (Wide Area Metering System – WAMS) og víðstýring (Wide Area Control System – WACS) er kynnt fyrir nemendum og hver tilgangurinn er með þessum kerfum fyrir stöðugleika og rekstur raforkukerfa.

Forkröfur:

Sveinspróf

 


Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.

Fullt verð: 48.400 kr

SART: 41.140 kr

RSÍ endurmenntun: 16.940 kr

Meistaraskóli: 9.680 kr

Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni


Flokkar: Meistaraskóli rafveituvirkja