Á námskeiðinu er fjallað um rafmagnsfræði sem tengist hvað mest raforkukerfum. Fjallað er um raforkukerfi almennt, raffræðilega eiginleika jarðstrengja og lína. Nemendur fá innsýn í íhluti tengivirkja, hlutverki íhlutanna, uppbyggingu og virkni. Einnig er farið yfir hitaflutningsmörk, stöðugleikamörk og aflsveiflur í raforkukerfum. Þá er einnig farið yfir kerfisvarnir í raforkukerfum og hvaða tilgangi þær þjóna. Víðsjá (Wide Area Metering System – WAMS) og víðstýring (Wide Area Control System – WACS) er kynnt fyrir nemendum og hver tilgangurinn er með þessum kerfum fyrir stöðugleika og rekstur raforkukerfa.

Forkröfur: Sveinspróf, Rafmagnsfræði.

 

Næstu námskeið