Kjarnanámskeið í Meistaraskóla rafvirkja/Meistaraskóla rafeindavirkja

 

Raflagnatækni (MRAT4MS02) - 2 einingar

Fjarkennslan fer fram í rauntíma í gegnum fjarfundarbúnað 

Viðfangsefni áfangans byggist aðallega á stöðlum um raflagnir innanhúss og um útboð.

ÍST 30:2012 og ÍST 150:2009

Fjallað er um útboðsreglur og verkáætlanir. Farið er yfir verklýsingar og rýnt í kröfur þeirra. Nemendur auka við þekkingu sína á teikningum, teikningalestri og meðferð teikninga og annarra vinnugagna. Nemendur læra að gera verkáætlanir, verðútreikninga og tilboð byggð á ákvæðisvinnuverðskrá, útboðsgögnum og öðrum gögnum. Þá vinna nemendur verkefni sem innihalda vinnu- og efnisáætlanir og tilboðsgerð.

Farið í myndun útseldrar vinnu, teknir fyrir liðir sem hún þarf að innifela, bæði skattar og launatengd gjöld og annar kostnaður sem til fellur, og fyrirtækið eða meistarinn þarf að velta. Fylla inn í magnskrá við tilboðsgerð þar sem gert er ráð fyrir öllum þessum liðum. Þá er farið í helstu staðla og lög sem þessu tengjast. Fjallað um lagnaleiðir í mannvirkjum ásamt þeim atriðum sem ber að varast vegna hefðbundinna starfa rafiðnaðarmanna í byggingum er snúa m.a að umfangi bygginga og brunatæknilegum þáttum þeirra.

Þá er fjallað um hina ýmsu ljósgjafa og tengingu þeirra og nemendur bæta þekkingu sína í lýsingartækni. Farið er m.a yfir helstu viðfangsefni lýsingarfræðinnar svo sem hugtökin og fræðin á bak við litarhitastig, litarendurgjöf, ljósmagn, glýju og ljóstækni verða rædd og áhersla verður lögð á að sýna hvernig LED ljósgjafinn hefur breytt hvernig hönnuðir, verktakar og framleiðendur vinna með ljósgjafa. Gömlu hefðbundnu ljósgjafarnir bornir saman við LED og farið í praktísk atriði eins og skynjun á ljósi í rými, efnisnotkun og endurkast. Hverju þarf að huga að þegar lýsing er hönnuð í ákveðin rými og hvað þarf að hafa í huga við sölu og uppsetningu ljósbúnaðar Í náminu er öryggisstjórnunarkerfi rafverktaka kynnt. Einnig er fjallað um ákvæði Byggingareglugerðar sem snúa að störfum rafiðnaðarmanna og helstu staðla.

Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.

Fullt verð 72.000
SART 61.200
RSÍ endurmenntun 25.200
Er í meistaraskóla 14.400

Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni

Flokkar: Meistaraskóli rafvirkja Meistaraskóli rafeindavirkja
Heiti námskeiðs Dags. Kennarar Tími Staðsetning RSÍ endurmenntun Skráning
Raflagnatækni 19. apr - 21. apr Eggert Þorgrímsson Guðjón Leifur Sigurðsson Óskar Frank Guðmundsson 08:30-16:30 Teams 25.200 kr. Skráning