Tillögur að vali í Meistaraskóla rafvirkja/Meistaraskóla rafeindavirkja

 

Forritanleg raflagnakerfi I (MRAK4LH01) - 1 eining

Í þessum áfanga er lögð áhersla á að nemendur kynnist flóknari forritanlegum ljósa- og hússtjórnarkerfum í KNX, tilgangi þeirra og möguleikum. Farið er í möguleika forritanlegra raflagnakerfa við stýringu t.d. ljósa, gluggatjalda, hitastigs, loftræstinga, gluggaopnun, vöktun, skráningu og samskipti heimilistækja, síma-, tölvu- og öryggiskerfa. Þá er fjallað um lagnir og forritun þeirra. Nemendur æfa sig í að leggja lagnir og fá þjálfun í að tengja búnað og forrita kerfi, ganga frá þeim og leiðbeina öðrum um notkun þeirra. Þá eru gagnabankar framleiðenda og notkun þeirra kynnt.

 

Ekki aðeins ætlað meistaraskóla rafvirkja, endurmenntunarnámskeið fyrir þá sem vilja afla sér þekkingar í forritanlegum ljósa- og hússtjórnarkerfum.

 

Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.

Fullt verð 72.000
SART 61.200
RSÍ endurmenntun 25.200
Er í meistaraskóla 14.400

Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni

Flokkar: Meistaraskóli rafvirkja Meistaraskóli rafeindavirkja
Heiti námskeiðs Dags. Kennarar Tími Staðsetning RSÍ endurmenntun Skráning
Forritanleg raflagnakerfi I (KNX Basic - hluti A) 23. sep 2024 - 25. sep 2024 Sigurjón Björnsson 08:30-16:30 Stórhöfði 27 25.200 kr. Fullt