CCNA námskeiðið er hannað til að veita þátttakendum þekkingu og færni tengda grunnhugtökum netkerfa,
aðgengi að netkerfum, IP-þjónustum, grundvallaratriðum er varðar öryggi, sjálfvirkni og forritun þeirra.
Þetta námskeið hjálpar einnig þátttakendum að undirbúa sig fyrir CCNA 200-301 prófið ásamt því að öðlast nauðsynlega
þekkingu og færni til að geta skipulagt, hannað, stillt, hámarkað og leyst úr
algengum tengi vandamálum netkerfa tengdum TCP/IP, DNS, DHCP, STP, HSRP,
IP-samskiptareglum eins og RIPv2, OSPF, EIGRP, og BGP. Enn fremur styður þetta
námskeið kennara og leiðbeinendur í kennslu á námsefni CCNA námskrárinnar.
Námið er líka undirbúningur fyrir próf í 200-301 CCNA - Cisco Certified Network Associate fyrir
þau sem hafa áhuga á ná þeirri gráðu.
Kennt verður á þriðjudögum og fimmtudögum, frá kl 17:00 - 21:00, ásamt því að kennsla verður laugardagana 8.nóvember og 29.nóvember milli 10:00 -14:00. Námskeið er 8 vikur, alls 18 skipti. Kennslan samanstendur af fyrirlestrum og verklegum æfingum í Cisco Networking Academy. Kennslustundir verða teknar upp, þátttakendum gefst því kostur að rifja upp tíma, horfa á fyrirlestra sem þeir hafa misst af og jafnvel tekið hluta eða allt námið í fjarkennslu.
Fyrsti tími er 8. október 2025 og síðasti tímin er 29. nóvember 2025. Meðal námsgagna sem nemendur fá afhent er bókin "CCNA 200-301 Official Cert Guide Library" eftir Wendell Odom sem gefin er út af Cisco Press.
Kennari er Abdelaziz Ghazal viðurkenndur Cisco System Instructor. Abdelaziz er með eftirfrandi gráður frá Cisco: CCNA, CCNA Security, CCNP og Cisco Certified Internetworking Expert CCIE.
Athygli er vakin á því að stefnt er á námskeið í CCNP á vorönn 2026
Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.
Fullt verð: 355.000 kr
SART: 285.000 kr
RSÍ endurmenntun: 125.000 kr
Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni.
Ef skráður þátttakandi hættir við að sitja námskeið þarf að tilkynna það skriflega í tölvupósti á netfangið rafmennt (hjá) rafmennt . is a.m.k. 48 klst. áður en námskeið hefst. Rafmennt áskilur sér rétt til að innheimta 3.000 kr. umsýslugjald.
Cisco CCNA 200-301 gráðan fæst með því standast próf frá Cisco. Hægt er að taka próf í hverri viku hjá viðkenndum prófstöðvum.
Heiti námskeiðs | Dags. | Kennarar | Tími | Staðsetning | RSÍ endurmenntun | Skráning |
---|---|---|---|---|---|---|
Cisco Certified Network Associate - CCNA | 07. okt 2025 - 29. nóv 2025 | Abdelaziz Ghazal | 17:00 - 21:00 | Stórhöfði 27 | 125.000 kr. | Skráning |
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050