Þetta fjölbreytta og hagnýta námskeið er ætlað öllum sem vilja öðlast traustan grunn í netkerfum og undirbúa sig fyrir alþjóðlega vottun CompTIA Network+. Námskeiðið hentar sérstaklega þeim sem vilja öðlast víðtækan skiling á netkerfum, greina og leysa vandamál og vilja starfa við netkerfi eða styrkja færni sína til frekara náms í upplýsingatækni, s.s. CCNA eða netöryggisgreinum.
Markmiðið er að nemendur skilji hvernig tölvusamskipti fara fram yfir net og öðlist djúpan skilning á samskiptum milli netbúnaðar – t.d. leiðarstjóra (routers), skipta (switches) og netþjóna (servers). Þeir sem ljúka námskeiðinu með góðum árangri verða færir um að greina og leysa algeng vandamál í netkerfum og vísa flóknari málum í réttan farveg. Þá eru nemendur einnig hvattir og búnir undir það að afla sér frekari þekkingar á eigin forsendum.
Hafa þekkingu á mismunandi netbúnaði og hlutverki hvers tækis
Geta skilið og teiknað upp netkerfi á mismunandi lögum (OSI-módel)
Þekkja helstu öryggishættur og hvernig ber að bregðast við þeim
Hafa góðan skilning á virkni algengra netkerfa og geta leyst úr algengum vandamálum
Þekkja og nota helstu nettól og prófunartækni, þar með talin DNS, DHCP, ping, traceroute o.fl.
Geta greint og tengt netbúnað, þar á meðal búa til eða prófa netkapla
Námið byggir á fyrirlestrum, heimalærdómi og verklegum æfingum í hermum. Áhersla er lögð á öfluga hagnýta þjálfun, öryggismál í netkerfum, og vönduð vinnubrögð sem nýtast í daglegu starfi. Námið nýtir viðurkenndar enskar kennslubækur og námsefni og er kennt af reyndum sérfræðingi úr netgeiranum – þannig eru verkefni og dæmi ávallt í takti við raunveruleikann.
Kennt verður á þriðjudögum og fimmtudögum, frá kl 17:00 - 21:00, ásamt því að kennsla verður laugardagana 20.september og 4.október milli 10:00 -14:00. Námskeið er 4 vikur, alls 10 skipti. Kennslan samanstendur af fyrirlestrum og verklegum æfingum frá CompTia. Kennslustundir verða teknar upp, þátttakendum gefst því kostur að rifja upp tíma, horfa á fyrirlestra sem þeir hafa misst af og jafnvel tekið hluta eða allt námið í fjarkennslu.
Fyrsti tími er 9. september 2025 og síðasti tímin er 4. október 2025. Meðal námsgagna sem nemendur fá afhent er bókin "CompTIA Network+ Certification Kit: Exam N10-009"
Þetta námskeið hentar einstaklega vel sem grunnur að námskeiði í Cisco Certified Network Associate - CCNA sem er kennt síðar á önninni.
Forkröfur: Almenn tölvufærni
Lengd námskeiðs: 40klst
Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.
Fullt verð: 160.000 -
SART: 135.000.-
RSÍ Endurmenntun: 55.000.-
Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni.
Ef skráður þátttakandi hættir við að sitja námskeið þarf að tilkynna það skriflega í tölvupósti á netfangið rafmennt (hjá) rafmennt . is a.m.k. 48 klst. áður en námskeið hefst. Rafmennt áskilur sér rétt til að innheimta 3.000 kr. umsýslugjald.
Heiti námskeiðs | Dags. | Kennarar | Tími | Staðsetning | RSÍ endurmenntun | Skráning |
---|---|---|---|---|---|---|
CompTIA Network+ - Grunnur að netkerfum | 09. sep 2025 - 04. okt 2025 | Abdelaziz Ghazal | 17:00 - 21:00 | Stórhöfða 27 | 56.000 kr. | Skráning |
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050