Áfangaheiti: UPTÆ80CCNP

CCNP Enterprise námskeiðið er fyrir þátttakendur sem vilja dýpka þekkingu sína á hönnun, uppsetningu, stjórnun og rekstri flóknari netkerfa. CCNP Enterprise er framhaldsgráða fyrir þau sem hafa lokið CCNA. Námið undirbýr þátttakendur fyrir tvö próf í CCNP Enterprise gráðunni: 350-401 ENCOR (Core) og 300-410 ENARSI (Advanced Routing & Services). Cisco CCNP gráðan fæst með því standast tvö próf frá Cisco. Cisco 350-401 ENCOR – Core prófið og annað próf að eigin vali, á þessu námskeiði er undirbúningur fyrir Cisco 300-410 ENARSI prófið.

 

Það sem þú munt læra:

  • Enterprise Architecture & Design: Hönnunarlíkön, SD-Wan, QoS stillingar, SD-Access.
  • Virtualisering og Netvirkni: VRF, GRE og IPsec tunneling. Hypervisor, Sýndarvélar og sýndarskiptar.
  • Innviðir neta á lagi 2 og lagi 3: Layer 2 Trunkar, RTSP, MST. Layer 3 rútun, stilla af OSPFv2/3. Útskýra policy-based rútun.
  • VPN og WAN lausnir: Þekkja MPLS, stilla og auðkenna DMVPN.
  • Tryggja netöryggi og bilanaleit: Notkun á SNMP, traceroute, ping og syslog. IPSLA fyrir frammistöðumælinga. Nota Flexible NetFlow.
  • Sjálfvirkni og gervigreind í netrekstri: Python grunnur fyrir sjálfvirkni. Útskýring á API fyrir Cisco Catalyst Center og SD-WAN Manager. Túlka og skilja REST-API svör.

Markmið:

  • Uppsetning á beinum og skiptum með Cisco IOS-stýrikerfinu.
  • Geta innleitt og stýrt flóknari routing- og switching-stillingar á stærri netkerfum
  • Hafa djúpan skilning á hönnun, rekstri og öryggi stærri netkerfa.
  • Framkvæmt kerfisbundna bilanagreiningu með Cisco tólum, packet analysis og automation.
  • Unnið með og útskýrt sýndavæðingu með LISP, VXLAN og VLAN
  • Vera vel undirbúin fyrir 350-401 ENCOR og 300-410 ENARSI prófin.

Fyrir hverja er námskeiðið:

  • Fagaðila í netkerfum sem vilja fá CCNP vottun.
  • Kerfisstjóra og netstjóra sem starfa með Cisco netbúnað.
  • Sérfræðinga sem vilja dýpka þekkingu sína í routing, WAN, VPN, öryggi og automation
  • Kerfisstjóra og sérfræðinga sem leita að dýpri skilningi á Cisco netkerfum.

Forkröfur:

  • Þekking að íglildi Cisco CCNA
  • Krafist fyrri reynslu af Cisco búnaði.
  • Góð færni í IP-netum, CLI og grunn routing/switching
  • Almenn þekking á netöryggi er kostur

 

 

Kennt verður á þriðjudögum og fimmtudögum, frá kl 17:00 - 21:00, ásamt því að kennsla verður laugardagana 21.mars og 18.apríl milli 10:00 -14:00. Námskeið er 10 vikur, alls 20 skipti. Kennslan samanstendur af fyrirlestrum og verklegum æfingum í Cisco Networking Academy. Kennslustundir verða teknar upp, þátttakendum gefst því kostur að rifja upp tíma, horfa á fyrirlestra sem þeir hafa misst af og jafnvel tekið hluta eða allt námið í fjarkennslu.

Fyrsti tími er 3. mars 2026 og síðasti tímin er 7. maí 2026. Meðal námsgagna sem nemendur fá afhent er bókin "CCNP Enterprise Core ENCOR 350-401 and Advanced Routing ENARSI 300-410 Official Cert Guide Library" sem gefin er út af Cisco Press.

Forkröfur: Cisco CCNA gráðan eða sambærilegi þekking.

Kennsluefni er á ensku og þurfa nemendur að hafa góð tök á ensku. Nemendur þurfa að hafa grunnþekkingu á Cisco IOS, Cisco Packet Tracer og almenna notendaþekkingu á stýrkerfi þeirra tölvu sem notuð er á námskeiðinu

 

Kennari er Abdelaziz Ghazal viðurkenndur Cisco System Instructor. Abdelaziz er með eftirfrandi gráður frá Cisco: CCNA, CCNA Security, CCNP og Cisco Certified Internetworking Expert CCIE.


Cisco CCNP gráðan fæst með því standast tvö próf frá Cisco. Cisco 350-401 ENCOR – Core prófið og annað próf að eigin vali, á þessu námskeiði er undirbúningur fyrir Cisco 300-410 ENARSI prófið, standist nemandi bæði þessi próf fær hann CISCO CCNP Enterprise gráðuna. Hægt er að taka próf í hverri viku hjá viðkenndum prófstöðvum.


Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.

Fullt verð: 450.000 kr

SART: 360.000 kr

RSÍ endurmenntun: 155.000 kr

Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni.

Námið er styrkhæft af flestum stéttarfélögum.


Ef skráður þátttakandi hættir við að sitja námskeið þarf að tilkynna það skriflega í tölvupósti á netfangið rafmennt (hjá) rafmennt . is a.m.k. 48 klst. áður en námskeið hefst. Rafmennt áskilur sér rétt til að innheimta 3.000 kr. umsýslugjald.

Flokkar: Almenn námskeið
Heiti námskeiðs Dags. Kennarar Tími Staðsetning RSÍ endurmenntun Skráning
Cisco Certified Network Professional - CCNP 03. mar 2026 - 09. maí 2026 Abdelaziz Ghazal 17:00 - 21:00 Stórhöfði 27 155.000 kr. Skráning