Vegna kvennaverkfalls föstudaginn 24. október 2025 verður starfsemi Rafmenntar takmörkuð þann dag.

Verkfallið er liður í baráttunni fyrir launajafnrétti, bættri verkaskiptingu og aukinni sýn á mikilvægi starfsframlags kvenna og kvára í samfélaginu.
Við biðjum um skilning á mögulegum truflunum í þjónustu og þökkum fyrir þolinmæðina.

Við stöndum með konum og kvárum landsins 💜