Tækifæri í framleiðslu og geymslu birtuorku á Íslandi
Samtök rafverktaka, Sart, bjóða áhugafólki um birtuorku á fræðslufund.
Fimmtudaginn 9. október kl. 12:00-13:00
Fundarstaður er Rafmennt, Stórhöfða 27, Reykjavík
Húsið opnar kl. 11:30 og boðið verður upp á matarmikla súpu fyrir fundargesti
Á fundinum verður farið yfir m.a.:
· Fýsileika þess að virkja og geyma birtuorku við íslenskar aðstæður
· Tæknileg atriði sem hafa þarf í huga
· Sölu birtuorku og leyfismál
· Gagnaskil og reglur HMS og veitufyrirtækja
Dagskrá
🔹 Linda Fanney Valgeirsdóttir, framkvæmdastýra og meðstofnandi Alor ehf.
🔹 Rúnar Kristjánsson, verkefnastjóri hjá Tengli ehf.
🔹 Óskar Frank Guðmundsson, sérfræðingur í rafmagnsöryggi hjá HMS.
Skráning er nauðsynleg – Smelltu hér til að tryggja þér sæti
Fundinum verður einnig streymt í beinni fyrir þá sem ekki komast á staðinn, hlekk á streymið verður deilt á fundardegi til þeirra sem merkja við streymi í skráningunni.
Fræðslufundurinn er kjörið tækifæri fyrir löggilta rafverktaka, frumkvöðla, stefnumótendur og aðra áhugasama um endurnýjanlega orkukosti og nýsköpun. Með því að miðla þekkingu og stuðla að umræðu um nýjar lausnir í orkumálum styðja Samtök rafverktaka við uppbyggingu sjálfbærs og framsýns iðnaðarumhverfis á Íslandi.
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050