Kvikmyndaskóli Íslands tekur nú til starfa á ný eftir breytingar á rekstri. Skólagjöld hafa verið lækkuð um helming og nema nú 390 þúsund krónum á önn. Haustönn hefst 8. september í kvikmyndaveri Stúdíó Sýrlands við Vatnagarða þar sem nemendur munu stunda nám við fyrsta flokks aðstæður.
Á undanförnum mánuðum hefur verið unnið að endurbótum á húsnæðinu. Sett hafa verið upp fleiri kennslustofur og bætt aðstaða fyrir nemendur. Auk þess býður skólinn nú upp á mynd- og hljóðver, klippisvítur, hljóðvinnslurými og bíósal.
Skólinn hefur jafnframt hlotið viðurkenningu Menntasjóðs námsmanna sem lánshæfur skóli, sem tryggir nemendum aðgang að námslánum. Með þessum breytingum er stigið mikilvægt skref til að gera kvikmyndamenntun á Íslandi bæði aðgengilegri og öflugri.
Nánar um frétt á RÚV ➡️ Skólagjöld lækka um helming
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050